10.7.2009 | 00:27
Siðferisvottorð bleyjukanónu
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, var um skeið forstjóri Askar Capital. Það fyrirtæki gengdi dularfullu hlutverki, sem ég hirði ekki um að rekja. En athyglisvert er, að þegar hann stýrði því kompaníi, lýsti hann því yfir, að lífeyrissjóðir ættu ekki að setja sér siðferðisleg mörk; á slíku háttarlagi væri ekkert græðandi. Taldi hann það engu skipta, hvort gróði kæmi frá framleiðslu á barnableyjum eða úr hergagnaiðnaði sjá hér
Nú telja ýmsir, að vert sé, að huga að starfsemi þingmannsins frá þeim tíma, er hann stýrði Askar Capital og ruglaði saman barnabossum og manndrápstólum. En nú hefur formaður flokks hans, Bjarni Benediktsson, rétt kappanum hjálparhönd. Telur hann af og frá, að Tryggvi Þór taki sér frí frá þingstörfum, meðan yfirvöld kanni starfsemi Askar Capital.
Eins og alkunna er, bera engir stjórnmálaflokkar meiri ábyrgð á hruni íslenska fjármálakerfisins en Sjálfstæðisflokkurinn og fylgihnöttur hans, Framsóknarflokkurinn. Mikið hlýtur það að vera notalegt fyrir Tryggva Þór, bleyjukanónu, að hafa siðferðisvottorð frá formanni Sjálfstæðisflokksins upp á vasann.
Já, eins og Tómas Guðmundsson forðum komst að orði í því yndislega kvæði, Austurstræti:
Strætið mitt! Þú ert enn á æskuskeiði,
órótt þitt skap og fullt af strákapörum.
Siðferðið stundum eins og hurð á hjörum.
Hverfult að börn þín skuldir sínar greiði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Facebook
Athugasemdir
Ef Sjálfstæðisflokkurinn á að eignast traust fólksins í landinu aftur verða þau að fara frá ÞKG og Tryggvi Þór.
Fyrrverandi fylgismaður Flokksins í 50 ár
PBH (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 09:16
Það er alveg með ólíkindum hvað menn geta verið heilagir. Ætlar þetta engan enda að taka. Auðvelt er að draga þá ályktun að menn sem ekki hafa siðgæði í hávegum séu ekki á þingi þjóð og þegnum til hagsbóta.
Margrét Ríkarðsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 16:56
Mér finnst að allir þingmenn sem hafa tekið kúlulán ættu að segja af sér skilyððislaust. Ég er líka fyrrverandi fylgismaður FLokksins en bara í 30 ár.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.7.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.