6.7.2009 | 17:11
Dulítil athugasemd um skáldskap og stjórnmál
Fyrir kemur, að ég minnist löngu liðins atburðar. Kunningi minn einn, sem var svolítið úr heimi hallur, kom inn á Hótel Borg. Honum var mikið niðri fyrir. Nóttina áður hafði hann nefnilega ort ljóð, sem hann var sannfærður um, að tæki öllum ljóðum fram að fegurð og andagift. Hvort nærstaddir vildu hlýða á snillina? Jú, menn voru til í það. Vinurinn reis úr sæti og hóf lesurinn:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum" o.s.frv.,
Jú, mannskapurinn var sammála um það, að vel væri ort. Og kurteisinnar vegna hafði enginn orð á því, að ljóðið var mönnum ekki alveg ókunnugt fyrir.
Já, þessi góði drengur gekk ekki alveg heill til skógar, eins og það er orðað. Og það var allt í stakasta lagi; menn kunnu sinn Jónas. En það er öllu lakara þegar stjórnmálamenn, hvort heldur þeir eru enn að vasast í pólitík eða hafa lagt af þann sið, telja sjálfum sér trú um, að þeir hafi Lilju kveðið. Skáldskapurinn lýtur nefnilega lögmálum hugarflugsins en stjórnmálin markast af staðreyndum. Að þessu skyldu stjórnmálamenn, núverandi sem fyrrverandi hyggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Understatement is better than overstatement.
Það þurfti svo sem ekkert að bjarga deginum, en takk samt.
Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.