Icesave og veruleikinn

Efnahagskreppa, eins og sú, sem nú stendur gerist ekki af sjálfri sér; hún á sér djúpar siðferðislegar rætur.  Græðgin og óhófið, sem farið hefur stigvaxandi allt frá hernámsárunum og með margföldum hraða síðan s.k. frjálshyggja kom til sögunnar, gat ekki leitt neitt annað af sér en efnahagskreppu.

Vissulega dönsuðu ekki allir kringum gullkálfinn.  En þeir voru margir.  Og ótrúlega margir, raunar stór hluti þjóðarinnar dáðist að ómerkilegum braskaralýð, sem samtímis hafði landsmenn að fíflum.  Braskararnir áttu víst að vera svo duglegir.  Og krakkakjánarnir, sem hópuðust í þjónustu þeirra í fjármálafyrirtækjunum, voru að áliti almennings svo menntaðir, að ekki fundust dæmi um annað eins.  Mátti þó hverjum manni vera ljóst, að þetta fólk var aðeins sérþjálfaðar málpípur.  Hefur einhver heyrt talað um menntaða flautu?

Icesave samningurinn, ef samning skyldi kalla er ill nauðsyn.  Hann er einfaldlega viðurkenning á skilyrðislausri uppgjöf sigraðrar þjóðar.  En hann er ekki slæmur fyrir það.  Hann gefur okkur færi á, að horfast í augu við veruleikann, eins og hann er, en ekki eins og við viljum að hann sé. 

Gagnrýni Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á samninginn er aumkunarverð.  Þessir tveir flokkar bera höfuð ábyrgð á núverandi stöðu þjóðarinnar, þótt óneitanlega hafi Samfylkingin liðsinnt þeim á lokasprettinum áður en kreppan skall á.  Þögnin hæfir þeim best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

„Hann er einfaldlega viðurkenning á skilyrðislausri uppgjöf sigraðrar þjóðar“. Af hverju að skrifa upp á það afsal á Alþingi? Hví ekki að henda hræinu af bönkunum fyrir úlfana og láta þá berjast sín á milli?

Ríkið ætti að kippa að sér höndum, viðurkenna að mestu mistökin hafi verið að krukka í eignir skuldaranna og láta síðan stóru skuldareigendurna taka þátt í uppgjörspakkanum, því að þeir eiga enn eftir að elta okkur. Við eigum engan möguleika á því að friðþægja þá eftir þetta réttindaafsal (sem er ekki samningur).

Ívar Pálsson, 4.7.2009 kl. 13:48

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill hjá þér Pétur

Ólafur Ingólfsson, 5.7.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill hjá þér Pjetur

Ólafur Ingólfsson, 5.7.2009 kl. 22:00

4 identicon

"Icesave samningurinn, ef samning skyldi kalla er ill nauðsyn." segir í greininni; en þetta er rangt.Lestu lögin 1999 nr. 98 um innstæðutryggingar ... . Sérstaklega 10. gr. - Lögin segja ekkert um ábyrgð Íslenska ríkisins á innstæðum í bönkum.Hvers vegna les fólk ekki lögin? Þau eru öllum aðgengileg á netinu.Þingmenn, sem ætla að samþykkja ábyrgð á Ice-save ... eru landráðmenn, því miður.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband