Skurðgrafa á húsið - hvað svo?

Hvað er kerfið í augum almennings?  Ríkisstjórnin, Alþingi, stjórnmálaflokkarnir, bankarnir, Fjármálaeftirlitið, forsetaembættið?  Skyldi þó aldrei vera.  Og er ekki líklegt, að fólkið líti á fjármálahrunið, sem skilgetið afsprengi kerfisins?  Hætt er nú við.  Því þegar öllu er á botninn hvolft, er fjármálahrunið aðeins birtingarmynd þess siðferðishruns, sem þjóðin stendur nú andspænis.

Í raun og veru telur þjóðin, að hún hafi verið beitt ofbeldi af óprúttnum bröskurum, sem settu hana á vonarvöl, svo þeir sjálfir mættu sanka að sér þeim auði, sem mölur og ryð fá grandað.  Og þjóðin, var hún ekki gerð ábyrg fyrir öllu sukkinu?

Því miður var það svo, að þjóðin lét blekkjast.  Hún taldi þá menn, sem settu hana í þá stöðu, er nú blasir við hetjur og mikilmenni.  Vissulega var þetta ekki gáfuleg afstaða.  En gekk ekki forseti Íslands fram fyrir skjöldu og hlóð þessa bófa lofi?  Talaði þáverandi viðskiptaráðherra  og núverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar ekki um það, svo seint sem í mars 2008, að breyta þyrfti lögum, til að útrásarvíkingum gæti vegnað betur?

Í raun var þjóðin beitt andlegu ofbeldi rétt eins og Þjóðverjar á fjórða áratug síðustu aldar.  Tilgangurinn var ekki sá sami, en aðferðirnar voru furðulega líkar.  Heilaþvottur er orðið, sem notað er um athæfið.

Ofbeldi getur af sér ofbeldi.  Maðurinn sem rústaði húsið, sem Fjárfestingabankinn hafði tekið af honum var í raun að senda kerfinu viðvörun.  Er hægt að treysta því, að sá næsti ráðist að fasteign?  Og með hverjum degi sem líður, án þess að lögum verið komið yfir það fólk, sem knésetti þessa þjóð, eykst hættan á því, að þeir hlutir gerist, er ekki verða aftur teknir.

Kerfið gaf skít í allt siðferði, hvað nú, ef fórnarlömb þess gera slíkt hið sama?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofbeldi og hryðjuverk eru aldrei til góðs.Þarna var maður að beita banka ofbeldi,eyðilagði hús sem bankinn "átti" samkvæmt lögum.Bankinn er harður en hann átti  ekki von á þessum ósköpum.  Átti ekki von á þessum verknaði Hvað með andofbeldismótmæli eins og að neita að yfirgefa húsið og láta lögguna halda á sér úr húsinu.

Hörður Halldórssson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:57

2 identicon

Vil bara minna þig rækilega á það ekki það var ekki öll þjóðin sem lét blekkjast gangvart fjármálaglæpamönnunum. Það er fráleitt að halda þvi fram að stór hluti þjóðarinnar "hafi talið þá menn sem settu hana í þá stöðu sem nú blasir við hetjur og mikilmenni". Hinsvegar voru það stjórnmálmenn og fjölmiðlar og margir þeir sem í sviðljósinu voru sem lofuðu og sleiktu rassgatið á nefdum glæpamönnum bæði vel og rækilega.

Stór hluti vinnandi almennings hér hefur alltaf vitað að ekkert er frítt i þessum heimi og vinna þarf fyrir öllu sem eignast á.  Í hugum mjög margra og etv. flestra á "útrástartímabilinu" var alltaf ljóst að eitthvað meiriháttar var bogið við starfsemi "hetjanna" og fyrirtækja þeirra, hvernig þeir gátu  skapað gríðarlegan auð úr engu og þeir og uppsleikjur þeirra básúnuðu út að þeir byggju yfir einstakri og algerlega nýrri þekkingu á viðskiptum.

Hinsvegar hafði hinn þögli meirihluti almennings á þeim tíma ekkert í höndunum og engar upplýsingar til að geta séð nákvæmlega hvernig þessi starfsemi var rekin. Við héldum bara áfram okkar daglegu vinnu eins og vanalega, byggja hús , keyra vörubíl, veiða fisk osfrv. Það er ekki fyrr en nú að það er að afhjúpast hverrnig starfsemi hetjanna var framkvæmd, og jú aðvitað sannast það sem vitað var fyrir að það er ekkert frítt í þessum heimi og auður verður ekki til úr engu. 

Varðandi hugsanlega "sekt" almennings í þessu efnahagshruni að þá má kannski nefna of mikla skuldsetningu miðað við fjáhagslega getu, sumið tóku vel þátt í fylleríinu, aðrir eitthvað minna, en sumir (og margir) nánst ekki neitt.  

Ljóst er að núna og þá sérstaklega með þessu Icesave máli að niðurlæging heiðarlegs og duglegs fólks hér á Íslandi er fullkomin. Fólk sem aldrei mærði og lofaði ( hinn þögli mieirihluti almennings) þessa útrásraglægpastarfsemi.

Ekki er nokkur von til þess að réttarkerfið nái neitt í bráð að klófesta þá sem hér bera sök. Réttarkerfið ver hina ríku eins og Eva Joly hefur sagt, en kerfið virkar hinsvegar vel til að ná til (skuldsetts) almennings.

Fólk mun ekki taka á sig mikið magn af óræéttlæti, niðurlægingu og kúgun. Þá er spurning hvort það sé ekki bara heilbreigt að taka lögin í egin hendur með einhverjum hætti.

Bjarni hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Offari

'i raun er ekki hægt að refsa maninum fyrir að brjóta niður húsið fyrr en búið er að refsa þeim sem settu þjóðina á kúpuna. Þetta er víthringur sem við erum kominn í sumir vilja gjalda líkt með líku og fáir sætta sig við að þurfa að svelta meðan gerendur fá að ganga lausir.

Offari, 19.6.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Hörður: Þú segir að þú teljir ofbeldi sé aldrei til góðs. Ertu þá á því að sjálfsvörn sé til ills? Að það sé slæmt að verja sig þegar að manni er vegið? Kristur sagði fólki að bjóða hinn vangann en ertu raunverulega á því að fólk eigi að sitja undir hvaða ofbeldi sem er án þess að bera hönd fyrir höfuð? Ég get ekki annað sagt en að það sé framför að í dag viti bankarnir að þeir verða að semja við þá sem þeir taka hjá eignirnar ef þeir vilja vera vissir um að þær séu í lagi. Það styrkir samningsstöðu þeirra sem hafa orðið undir og eykur réttlætið í samfélaginu. Ég held að þessi aðgerð sé príma dæmi um lagarbrot sem eykur réttlæti í samfélaginu.

Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 19:51

5 identicon

Ég lít svo á að maðurinn sem hefur svikið fleiri en bankann sinn, hafi snappað. Það er greinilega ekki góð siðferðisvitund hjá honum. Hann hefur ætlað að meika það, selja fullt af finnskum einingahúsum sem engin innistæða var fyrir. Þegar hann heppnaðist að svíkja út fé hjá fátæku fólki, þá mætti hann ofjarli sínum, banka sem hafði burði til að sækja sinn rétt, hann sætti sig ekki við að tapa og ákvað að eyðileggja eignir annarra í þetta sinn.

Ég er ekki alveg að sjá þetta hjá honum, hann var greinilega kominn á hausinn löngu fyrir hrun. Líklega ætlaði hann sér þetta í langan tíma, annars hefði hann tekið íslenskt lán, ekki erlent, enda varaði t.d. Davíð Oddsson okkur við að taka láni í annarri mynt en þeirri sem við höfum tekjur okkar í.

aggi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband