17.6.2009 | 20:40
Stefán frá Möðrudað, önnur útgáfa
Árið 1980 gaf Örlygur Hálfdánarson hjá Erni og Örlygi út samtalsbók mína, Fjallakúnstner segir frá, en þar ræddi ég við Stefán frá Möðrudal eða Stórval, en það var listamannsnafn hans. Reyndar hafði Örlygur farið þess að leit við Jóhannes Helga, að hann skrifaði bókina, en hann sýndi mér það vinarbragð, að benda á mig. Bókin kom út í 2000 eintökum og seldist þegar upp. Óneitanlega var það nokkuð óvenjuleg lífsreynsla fyrir ljóðskáld.
Og nú hafa strákarnir hjá Skruddu, Ívar Gissurarson og Steingrímur Steindórsson gefið út aðra útgáfu bókarinnar. Framan á kápunni er meistaraleg ljósmynd af Stefáni, sem Marissa Arason tók á sínum tíma. Svei mér þá, ef fjallakúnstnerinn er bara ekki mættur í eigin persónu. Og á bakhlið kápunnar er mynd af því fræga málverki, Vorleik.
Ég skrifaði þessa bók ekki með það í huga, að hafa eftir Stefáni frá Möðrudal ævisögu hans. Það sem ég reyndi, var að draga upp mynd af manninum. Hvernig til tókst er ekki mitt að dæma. En ég held, að nú, 29 árum síðar, sé Íslendingum tæpast skaðlegt, að renna augum yfir mynd af manni, sem þorði að vera hann sjálfur Það er ekki svo algengur eiginleiki landans nú um stundir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.