Aftur til heimastjórnar

Það er ekki nýtt, að stjórnmálamenn hér á landi, telji sig þess umkomna, að afgreiða mál, hversu mikilvæg sem þau eru, án þess að upplýsa almenning um eðli þeirra og hugsanlegar afleiðingar.  Það sem er nýtt í Icesave-málinu er það, að nú virðast kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, ætlað að afgreiða frá Alþingi, eitt mikilvægasta mál, sem upp hefur komið í sögu þjóðarinnar, án þess svo mikið, sem vita sjálfir um hvað þeir eru að fjalla.  Er ekki mælirinn fullur?

 

Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvort við Íslendingar hefðum átt að láta staðar numið í sjálfsstæðisbaráttunni, þegar við fengum heimastjórnina 1904.  Nú efast ég ekki - við áttum aldrei að ganga lengra. 

 

Íslendingar eru í eðli sínu verstöðvarfólk í leit að skjótfengnum veraldlegum auði.  Andleg verðmæti koma okkur ekki við.  Og við getum ekki komið okkur saman um nokkurn skapaðan hlut, ekki einu sinni það, að koma því fólki undir manna hendur, sem gert hefur þjóðina að kengboginni betlikerlingu á markaðstorgi þjóðanna.

 

Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan við  vorum að rifna úr monti yfir því, hvað við hefðum hæft og menntað fólk í bönkunum.  Allir sjá nú, á hvaða villigötum við vorum.  En höfum við dregið ályktanir af heimsku okkar og hroka? 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Icasave málið er  uggvænlegt.Svavar Gestsson er í erfiðri stöðu að reyna krafsa okkur upp úr díkinu .Mér finnst hann gerður að sökudólgi hjá sumum bloggurum.En við verðum að skoða þennan samning betur.

Hörður Halldórsson, 16.6.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband