Í Öxnadal

Ég var á þjóðdansahátíð á Hrauni í Öxnadal í dag.  Varð að því tilefni til smáljóð, líkt og að sjálfu sér  Fer það hér á eftir.

 

Í Öxnadal

 

Hraundrangar háir

ungum vöktu drauma

sorgmæddum sveini,

föðurlausum.

 

Oft kynda elda,

harmur sár og fegurð.

 

Víða lágu leiðir

en hjartað jafnan

heimkynnum bundið

bernskutíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljóðin þín eru flest flott.

hann (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband