Þörf púðurtunna, Eva Joly

"Eva Joly er dínamítkassi", segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og má til sannvega færa.  Og svo sannarlega veitir ekki af púðurtunnu í rannsókn hrunsins.  Þeir eru margir, múrarnir, sem þarf að sprengja, til að komast að innsta kjarna íslensku mafíunnar og uppræta hann.  Allir þessir múrar eru hlaðnir úr grjóti innri tengsla.  Þar byggist sumt á viðskiptatengslum, annað á ættfræðinni og enn annað á pólitískum sérhagsmunum.  Allt tvinnast þetta svo saman. 

 

Auðvitað er það glórulaust rugl, að í embætti ríkissaksóknara skuli sitja faðir manns, sem grunaður er um að eiga verulegan þátt í hruninu, eins þótt hann hafi lýst sig vanhæfan til að fjalla um mál, sem tengjast umræddu hruni.  Það fer gott orð af ríkissaksóknara, en maðurinn verður að segja af sér, eins og Eva Joly krefst.  Að öðrum kosti er borin von, að almenningur fái traust á rannsóknaraðilum þessara mála.

 

Krafa Evu Joly um að skipaður verði einn saksóknari til rannsóknar á hruni hvers hinna þriggja banka, sem hrundu í haust, er og eðlileg.  Umfang þessara mála er alltof mikið, til að hægt sé að þvæla þeim saman.  Hitt er svo annað mál, að þegar hrun allra bankanna, hvers um sig, hafa verið rannsökuð, þarf að fara yfir tengslin þeirra á milli.  En fyrst er að kanna feril hvers og eins.

 

Glopri ríkisstjórnin Evu Joly frá ráðgjöf varðandi rannsókn þessara mála, er hún öllu trausti rúin.  Þá geta menn hætt að þvarga um aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu, enda ekkert eftir, en að ganga á fund danskra stjórnvalda og fara fram á aðild að danska konungsríkinu, þar sem landið hefði svipaða stöðu og á landshöfðingjatímabilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ragna Árnadóttir ber af sér mjög góðan þokka og er greinilega velviljuð í þessu máli. Þeir sem sitja í ríkisstjórninni og vilja innst inni viðhalda spillingunni þora ekki í Evu.

Sigurður Þórðarson, 11.6.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband