30.5.2009 | 12:42
„Armchair Generals"
Enda þótt flesta eða alla skorti fulla yfirsýn yfir kreppuna, gerir almenningur sér ljóst, að hann þarf að taka á sig auknar birgðar, eigi þjóðin að losna undan því oki, sem hún nú ber á herðum sér. En hann ætlast til þess, að þurfa ekki að gera það einn.
Þegar minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við völdum í vetur, ákvað Ögmundur Jónasson heilgrigðisráherra, að þiggja ekki ráðherralaun, sem nú nema 855.000 krómum á mánuði. Hann lætur sér þingararkaupið, 520.000 krónur, nægja.
Nú hefur Fréttablaðið spurt aðra flokksbundna ráðherra, hví þeir geri ekki slíkt hið sama. Svörin verða ekki rakin hér; þau eru of aumkunarverð, til þess, að ég nenni að skrifa þau niður.
Kreppan er stríð, sem háð er á öllum vígstöðvum. Vilji menn kallast leiðtogar, verða þeir að fara fyrir liði sínu með góðu fordæmi; ekki sitja eftir í hægindum sínum, meðan aðrir berjast. Englendingar hafa ágætis orð yfir þá, sem kjósa að sitja heima en etja öðrum út á foraðið. Slíka menn kalla þeir Armchair Generals". (Hægindastólshershöfðingja). Er það slíkt orð, sem ráðherrar Samfylkingar og Vinstri grænna að Ögmundi Jónassyni undanskildum, vilja fá á sig?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.