29.5.2009 | 12:06
Ráðvilltir ráðherrar?
Mikið er ég hræddur um, að ráðherrarnir horfi bara á efnahagsvandann og segi í einum kór: "Eitthvað verður að gera", án þess að leiða hugann að marktækum efnahagsaðgerðum.
Hækkun á áfengi, tóbaki og bensíni er gott dæmi um þetta. Mér finnst út af fyrir sig, enginn skaði skeður, þótt áfengi og tóbak hækki í verði. En ég skil ekki, að þessar sérhæfðu nautnavörur séu reiknaðar inn í neysluvísitölu. Það þýðir nefnilega það, að verðhækkun á þessum vörum hækkar lánin. Hvaða rök liggja til þess, að maður, sem hættir að reykja, m.a. í sparnaðarskyni, þurfi að borga af hærri lánum, bara vegna þess, að það tóbak, sem hann ekki lengur reykir, hækkar í verði?
Sá góði drengur Þórður Guðjónsen sagði eitt sinn þessa gullnu setningu: "Nú er brennivínið orðið svo dýrt, að maður hefur ekki lengur efni á að kaupa sér skó". En Þórður drakk og vissi því um hvað hann var að tala. Nú er svo komið, að bindindismenn hafa ekki lengur efni á að kaupa sér skó, vegna þess að brennivínið er orðið svo dýrt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er búið að nota þessa aðferð, líka í góðæri. Hún hefur aldrei neinu skilað. Höfum við bara nokkra þekkingu til að takast á við hamfarir af þessu tagi. Ég efast um það.
Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.