25.5.2009 | 23:23
Nokkur orð um nafnleynd
Ef til vill varð mér á í messunni í gær, þegar ég sagði, að gera mætti þá kröfu til bloggara, bæði okkar, sem höfum okkar eigin bloggsíðu og eins hinna, sem bregðast við skrfium okkar, að fólk skrifi undir nafni. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, að ótti gæti komið í veg fyrir, að fólk skrifi undir nafni.
Þetta leiðir hugann að því, hversu óttinn við VALDIÐ var orðinn yfirþyrmandi á Íslandi áður en búsáhaldabyltingin brast á. En varð það ekki einmitt til að draga úr þessum ótta, að andstaðan kom ekki lengur frá hinum ósýnilega fjölda, heldur einstaklingum, sem saman mynduðu sterka heild. Sumir mættu að vísu á Austurvöll með andlit sitt hulið táknrænum grímum. En þeir voru ekki margir.
Ofbeldi, hverrar gerðar sem er, þrífst á ótta. Telji einhver sér ógnað og vill koma því á framfæri, sem þjakar hann, getur vissulega verið nauðsynlegt, að beita nafnleynd. En vilji menn taka þátt í almennum umræðum, t.d. um þjóðfélagsmál, listir eða hvað sem vera skal, er nauðsynlegt, að það sé gert undir nafni. Umræður undir nafnleynd hljóta óhjákvæmilega, að hafa minna vægi.
Á síðasta ári bloggaði ég nær eingöngu um Stein Steinarr. Stundum fékk ég mjög þarfar athugasemdir. Því miður kom það fyrir, að þær voru nafnlausar. Feginn hefði ég viljað ná tali af sumum þeirra, sem sendu þessar athugasemdir. En því miður, ég vissi ekki hver átti í hlut.
Þetta er aðeins lítið dæmi og ef til vill ekki viðeigandi í því samhengi, sem skrif þeirra, sem svöruðu bloggi mínu í gær fjalla um. En þetta sýnir, að nafnleynd getur verið flókið mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert flottur Pjétur... nafnleynd er ekki svart hvítt atriði.
Persónulega myndi ég koma undir nafni EN ég á börn sem trúarnöttar gætu hæglega ráðist að, skítt með mig sjálfan.
mbl á að sýna að það sé innihald blogga en ekki nafn sem segir til um hvað er í lagi og hvað ekki.
Þeir sem hrópa hvað mest um bann við nafnleysi eru einmitt þeir sem vilja skerða umfjöllun um trúmál og margt annað, JVJ og margir krissar gerðu harða atlögu að mér og mbl til að stoppa mig af... þeir settu líka upp blogg þar sem ég var sagður dópisti, fyllibytta... e töflu æta... .ég gerði ekkert nema að hlægja að aulaskap þeirra.
Mbl er með mína kennitölu, þeir sem vilja getað kært mig... mbl hefur meira að segja hring í mig... þeir vita nákvæmlega hver ég er.
Ef mbl ætlar að halda virðingu og vaxa með nýju íslandi þar sem lýðræði og jafnrétti er mikilvægt... þeir eiga að hleypa mér inn aftur.
Og svona ykkur að segja þá hafa mjög margir undir fullu nafni(Maður veit aldrei fyrir víst)... mjög margir eru reknir sem þó eru undir meintu fullu nafni.
Annað mál með nafnleysi, þetta getur gagnast mjög vel fyrir fólk með hina ýmsu sjúkdóma... fólk sem getur ekki talað um sín mál með nafni... þetta fólk er úti í kuldanum... vegna þess að mbl tekur undir kröfur ofstækismanna.
En flott hjá þér Pjetur
DoctorE (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 11:45
Ég hef þekkt fólk hér á árum áður meðan menn skrifuðu í lesendadálka blaða sem þorði ekki að tjá sig undir fullu nafni þó það hefði ýmislegt að segja. Sumir eiga erfitt með að koma fram með nafni. Fólk er stundum óframfærið eða eitthvað. Ýmislegt annað veldur því að það er skiljanlegt að menn skrifi undir dulnefni eins og Doktor E bendir á. Ég hef hins vegar litla trú á því að það muni bitna á börnum Doktor E þó hann komi fram undir nafni. Margir pæla mjög í því hver hann er.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.5.2009 kl. 13:04
Ég tel mig þekkja trúarnötta nægilega vel til þess að vera á varðbergi með börnin mín.
Ég minni á að Jón Ársæll fékk hótanir þegar hann fjallaði um nauðgunarmál fyrrverandi biskups.
Trúað fólk er hættulegasta fólk í heimi, ég tek enga sénsa með það.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.