20.5.2009 | 19:22
Hvað hefur gerst í Kópavogi og stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna?
Stundum er eins og réttarkerfið á Íslandi sé ekki almennilega tengt við veruleikann. Hvernig skyldi t.d. standa á því, að þegar grunur leikur á, að dóttir bæjarstjórans í Kópavogi og fyrrum stjórnarformanns Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hafi, með óðelilegum hætti, rakað saman tugum milljóna króna frá Kópavorgsbæ og L.Í.N. á sama tíma og faðir hennar hefur verið þar í öndvegi, skuli réttarkerfið ekki taka við sér?
Víst er það svo, að enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð. En það breytir ekki því, að í þessu tilfelli er þörf á réttarrannsókn. Það er út í hött, að bæjarmálaráð Framsóknarflokksins í Kópavogi, skuli krefjast rannsóknar endurskoðenda á þessu mál. Hér er einfaldlega um dómsmál að ræða. Reynist bæjarstjórinn og dóttir hans hafa hreinan skjöld ber að láta þau njóta þess. En reynist þau sönn að sök, ber þeim að taka út viðeigandi refsingu. Flóknari er málið ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er með ólíkindum hve miklu fylgi Gunnar I Birgisson hefur náð miðað við hve frámunalega óviðfeldinn og ókurteis maðurinn er. Á honum hefir legið spillingarstimpill svo lengi sem ég man en hann ávallt komist klakklaust úr þeim keldum. Nú er dóttirin innvikluð í málin líka og þá versnar nú í því. Mér datt í hug vísa eftir Egil á Húsavík sem ég heyrði einhverntíma:
Augun komast hæst að hné
hærra er margs að vona
Hvernig haldið að kýrin sé
fyrst kálfarnir eru svona!
Þetta var að vísu bara ort um feitlagna konu en má yfirfæra á dótturina og föðurinn - hvað hefur faðirinn fengið úr því dóttirin virðist svona vel haldin!
Ragnar
Ragnar Eiriksson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:08
Svona er Ísland í dag. Maður er svo fullur af ógeði að það hálfa væri nóg. Ég býst ekki við að Sjálfstæðisflokkurinn geri neitt og finnist þetta allt í lagi en hvað mun Framsókn gera þarna í Kópavoginum? Þeir eru náttúrlega samábyrgir fyrir þessari spillingu en því miður held ég að þaeir loki augunum því miður. Framsókn kallar nú ekki allt ömmu sína í þessum efnum.
Ína (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:35
"Fjölskylduvæðing" bæjarfélags mætti kalla spillinguna í Kópavogi.
L.Í.N. þarfnast greinilega skoðunar líka.
Þetta er í takt við "ensku spillinguna" og þar fá menn að fjúka.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:02
Það hljóta að vera niðurstöður endurskoðendanna sem ákveða það hvort ástæða er talin til ákæru ef um er að ræða glæpsamlegt athæfi eða hvort um er að ræða stjórnsýslulegan "subbuskap" þar sem fólk hefur ekki næga sómatilfinningu til að koma sér ekki í þá stöðu sem þau feðgin hafa komið sér í.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 21.5.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.