19.5.2009 | 22:27
Sveitaskáldið Tómas
Ég hef löngum haldið því fram, að Tómas Guðmundsson hafi ekki verið borgarskáld, heldur sveitaskáld með láði. Fyrsta bók hans, Við sundin blá, hefst á samnefndu ljóði. Flestir hafa spyrnt þetta fagra ljóð við sundin umhverfis Reykjavík, væntanlega Kollafjörð og Skerjafjörð. Þetta er eðlilegt í ljósi þess, að flestir Íslendingar þekkja þessi sund. En hugum betur að .
Um daginn var ég svo heppinn að fara með bróðursyni Tómasar, sem fæddur er og uppalinn á fæðingarstað skáldsins, Efribrún við Úlfljótsvatn eða Sogið, sem oft er kallað svo. Þarna liggur það ljóst fyrir, um hvaða sund Tómas yrkir. Það eru sund bernsku hans; og koma Reykjavík harla lítið við.
Hitt er svo annað má, að í sjálfur sér er skáldskapur Tómasar hafinn upp yfir argaþras um landfræðilega staðsetningu, enda hygg ég, að goðsögnin um borgarskáldið eigi sér frekar stjórnmálalegar rætur en bókmenntalegar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.