Afsögn framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs verslunarmanna

Heldur þykja mér það undarlegar fréttir, sem nú berast úr lífeyrissjóði verslunarmanna.  Framkvæmdastjóri sjóðsins segir upp störfum, hafandi haft 30.000.000 (30 milljónir) í árslaun, auk hlunninda, sem metin eru á a.m.k. 300.000 krónur á mánuði.  Uppsögnin er að sögn, af eigin hvötum.  Samt á hann að fá 15.000.000 króna í biðlaun.

Afsakið, gera menn sér ekki grein fyrir því, að búsáhaldabyltingin var bara gula ljósið?  Eru þeir að bíða eftir því rauða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Hvað ætli hann hafi svo átt mikið á bankabókinni sinni umfram þær þrjár milljónir sem "Tryggingarsjóður ætlaði upphaflega að ábyrgjast".  Hann hefur væntanlega verið heppinn þar því ábyrgð var tekin á því öllu.   Svo hefur hann væntanlega greitt í sinn lífeyrissjóð eins og mönnum ber að gera samkvæmt lögum.  Nokkrar krónur þar og heldur svo bílnum.

Karlinn veður í seðlum, sennilega ekkert óvanur því.

Ég sit hins vegar uppi með skertar lífeyrissjóðsgreiðslur, sem voru nú reyndar ekki mjög merkilegar fyrir skerðingu og gætu hugsanlega lækkað meira ef þeir eiga "inni" hjá bræðrunum í Bakkavör.   Svona er Ísland í dag. 

Við förum að kveikja á rauða ljósinu. 

Páll A. Þorgeirsson, 16.5.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Sævar Helgason

Já , mikil finnst þessum lífeyrisforstjórum snilld sín mikli.                               Sjáfum finnst mér  lítið til um. Á mínum lífeyrisgreiðsluferli sem spannar > 45 ár - hafa skerðingar vegna fjármálamistaka innan lísfeyrissjóðsins numið 45 % í mínus.   Þrátt fyrir það hafa forstjórar verið  á ofurlaunum.... Lítil er sæmd þeirra.

Sævar Helgason, 16.5.2009 kl. 23:35

3 identicon

Heill og sæll; Pjetur - sem aðrir þeir, hverjir geyma síðu hans og brúka !

Sævar Helgason !

Hygg; að þú, sem aðrir kratar, hverjir fylgja fordæðunni Jóhönnu Sigurðardóttur að málum, ættuð ei, að úthrópa glópsku ykkar, svo gjörla, hvar þið eruð saman saumaðir í, að láta troða á réttindum ykkar - sem annarra landsmanna, með greiðslum þeim, sem í þessa þjófa sjóði (Lífeyris sjóði svonefnda) hafa farið.

Að minnsta kosti, tel ég þá peninga betur komna, í skólpræsum, fremur en að hygla Lénsherra veldi, þeirra Gylfa Arnbjörnssonar, ASÍ eiganda, hver er jú; einn vakurra sveina, í ranni þeirra Þorgeirs liða, sem dæmin sanna.

Samfylkingin; sem söfnuður hennar, og fylgisveimur skilur ekkert, fyrr en blóð tekur að renna, á íslenzkri foldu, sökum frjálshyggju ofstopa þess, sem af þjóðlífinu mun ganga dauðu, verði ei spyrnt við; kröftuglega.

Það er; fyrir sakir pilta, sem Sævars Helgasonar, sem viðbjóður kúgunar aflanna hefir viðgengist, allt fram til þessa. Fólk; sem hann skal æru laust kalla, unz það sjái sóma sinn í, að ganga til liðs, við byltingar sinnuð þjóðernis öflin, hér á Fróni.

Með; fremur þungum kveðjum-hinum beztu þó, til Pjeturs skáldmærings /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband