Ögmundur og sykurinn

Ég er ekki frá því, að hún sé bara nokkuð góð, hugmyndin hans Ögmundar Jónassonar, um að skattleggja sykurneyslu.  Betri væri hún þó, ef skatturinn yrði eyrnamerktur niðurgreiðslum á tannlækningum.

En þótt hugmyndin sé góðra gjalda verð, þá er ég ekki alveg viss um, að hún sé tímabær, eins og málum er nú háttað í landi hér.  Mér kemur nefnilega í hug sagan af Lása kokki, þegar skipsfélagar hans lugu því í hann, að dallurinn væri að sökkva.  Þá á Lási að hafa fórnað höndum og hrópað upp þessi fleygu orð: „Guð, og ég sem á eftir að vaska upp!" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sæll Pjetur. Ef Ömmi ætlar að skattleggja kókið mitt geng ég í sjálfstæðsiflokkinn.

Sigurður Sveinsson, 16.5.2009 kl. 08:44

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

jú jú "Andskotinn og ég sem á eftir að vaska upp"

Lási var spurður um "eitthvert fjall" og var skipið sem hann var á að koma til Reykjavíkur og hann spurður um hvaða fjall þetta væri. Og ekki stóð á svari hjá kalli. "Þetta fjall? það veit ég ekki, það var þarna þegar ég kom hér fyrst og er búið að vera þarna síðan". En svo dó Lási kokkur og kom þá í ljós að hann hét ekkert Lárus eins og margir héldur heldur Guðmundur.

Góðar stundir.

Sverrir Einarsson, 16.5.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: RE

Það er meira en gosið, það er ,sælgæti ,kökur, kex ,og allur fjandinn sem er með sykri. Og bjórinn.

RE, 16.5.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband