12.5.2009 | 17:37
Spjall á förnum glötunarvegi
Ég hitti kunningja minn á förnum vegi í dag. Hann spáði því, að ríkisstjórnin mundi falla fyrir jól. Ég hváði og spurði hvers vegna. Jú", svaraði kumpán minn, stjórnin vill ekki fella niður lánin".
Af þessu spruttu nokkrar samræður, sem ekki verða raktar hér. Þó skal þess getið, að hann sagðist hafa treyst bönkunum og stjórnmálamönnunum; það hefði þjóðin einnig gert. Þess vegna hefði fólk streymt í bankana til að fá lán á þeim lágu vöxtum, sem þá voru í boði og haldið að á þeim yrði engin breyting.
Sennilega er þessi skoðun kunningja míns nokkuð útbreidd. Og því spyr ég; gerði fólk sé ekki grein fyrir því, að kapitalismi gengur út á framboð og eftirspurn, sem vitanlega gerir loforð bankanna um stöðuga útlánsvexti marklaus? Og var fólki það hulið, að flestir stjórnmálamenn eru aðkeyptar markaðsvörur á kosta prófkjörum og marktækir eftir því?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.