9.5.2009 | 00:26
Er fasismi nær en margur hyggur?
Hvers vegna verður mér stundum hugsað til Þýskalands og uppgangs fasismans í því þjóðfélagsástandi, sem nú ríkir á Íslandi? Það er heldur flókið mál, að fara út í þá sálma hér. En það er vissara, að stíga varlega til jarðar. Öfgastefnur, hvort heldur er til vinstri eða hægri, spretta gjarnan upp úr þjóðfélagsaðstæðum, þar sem fólk finnur sig standa höllum fæti.
Einn af helstu boðberum auðhyggjunnar hér á landi orðaði það svo, að flokksfélagar hans væri fólk, sem kysi að vinna á daginn og grilla á kvöldin. Þetta er einföld lífsýn. En hún er hrunin; fólkið á ekki lengur fyrir gasi á grillið. Leitar það ef til vill einfaldra lausna að flóknum fyrirbærum? Hver man ekki eftir síbylju greiningadeilda bankanna fyrir kreppuna? Þar var nú ekki verið að flækja hlutina með hugsunum um of. Samt trúði margur því sem bankarnir vildu að hann tryði. Menn trúðu því, að Ísland væri á góðri leið með að leggja heiminn af fótum sér; you ain't seen nothing yet, eins og þar stendur.
Stór hluti almennings treystir ekki stjórnmálamönnum? En treystir fólk lýðræðinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
Athugasemdir
ég hef hugsað svipað..en þori vart að nefna það?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:43
Ég hafði af því áhyggjur í vetur - og þær all-verulegar. Einhvern veginn trúi ég að allt það unga fólk sem nú sest á Alþingi gæti aldrei leitt það hjá sér ! Þá finnst mér mun meira gert til þess að rannsaka aðdraganda og einhverjar tilraunir til þess að endurnýja í embættismannakerfi þótt þar þurfi að gera mun betur víða - breyta stjórnsýslunni.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:57
Sæll gamli félagi Pjetur,
Þegar óttinn og vonleysið verður almennt þá er stutt í öfgahyggjuna. Þessi vegna þurfa stjórnvöld að grípa inn í þessa óheillaþróun fyrr en síðar ef ekki á illa að fara. Spurning hins vegar hvort Mr. Brown í gegnum IMF gefur okkur e-ð andrými.
Jón Baldur Lorange, 9.5.2009 kl. 09:14
Þetta eru áhyggjur sem líklega fleiri deila með þér. Í þessu sambandi er rétt að benda á það að frjálsyggja (liberalismi) er sú stjórnmálastefna sem á hvað minnst sameiginlegt með fasisma. Leiða má líkur að því að styttra sé í fasisma hjá mörgum öðrum.
Það hefur ekki verið vinsælt undanfarið að halda uppi vörnum fyrir frjálshyggju en hvað sem annars má segja, má færa ágæt rök fyrir þessari fullyrðingu.
Helgi Kr. Sigmundsson, 9.5.2009 kl. 14:30
Sæll Pjetur. Að mínum dómi bólar ekki enn á fasisma hér, enda er öllu alvarlegra fyrirbæri á ferðinni; landssölumál sem margir líkja, með réttu, við afsal lýðveldisins til Noregskonungs árið 1262.
Það jákvæða við ESB apparatið og aðildarumræðuna því tengdu er einmitt að á meðan er landinn of upptekinn af því deilumáli til þess að sameinast um fasistískar lausnir.
Ja, nema innganga í ESB geti talist slík lausn?
Kolbrún Hilmars, 9.5.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.