7.5.2009 | 00:06
Útskriftartónleikar Grétars Geirs Kristinssonar
Líkt og ljóđiđ er einfari bókmenntanna er gítarinn hinn eimnana förumađur tónlistarinnar. Ţess vegna ómar tregi, kraftur og blíđleiki gítarsins í fögrum ljóđum um leiđ og gítartónlist er í raun ljóđ á strengjum.
Í kvöld naut ég ţeirrar ánćgju, ađ fara á útskriftartónleika Grétars Geirs Kristjánssonar gítarleikara í Salnum í Kópavogi. Grétar Geir hefur nú lokiđ námi frá Listaháskólanum, ţar sem hann hefur veriđ undir handleiđslu Péturs Jónassonar. Ţessir tónleikar lofa jafnt meistarann sem sveininn.
Mannskepnan hefur ţađ til siđs, ađ sigra heiminn í ćsku. Og ţó stendur hann jafnan af sér alla ţessa ósigra. En ţótt ćskan lifi í draumheimi, ţá er ţađ samt sem áđur sigurganga hennar, sem er fram undan. Grétar Geir ţarf tćpast ađ kvíđa ţeirri göngu. Lagaval hans á tónleikunum var djarft. M.a. spilađi hann Chaconne úr fiđlupartítu nr. 2 eftir J.S. Bach í útsetningu Segovia. Sá síđarnefndi var vart álitinn međ öllum mjalla, ţegar hann flutti ţessa útsetningu í París á fyrri hluta 3. áratugs síđustu aldar; svo erfitt ţótti verkiđ í flutningi.
Grétar Geir skilađi ţessu verki, sem og öđrum á ţessum tónleikum međ mikilli prýđi. Hafi hann ţökk fyrir og megi hann njóta góđrar ferđar um hinar ljóđrćnu lendur gítarsins.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.