Baulað á forseta A.S.Í.

Það hefði einhvern tíma þótt tíðindum sæta, að verkalýðssinnar bauluðu á forseta A.S.Í. meðan hann flytti 1. maí ræðu sína, og það vegna þess, að fólki þætti nóg um launakjör hans.  Ekki síst er það athyglisvert, að þetta skuli gerast í upphafi kreppu, sem enginn veit hvenær eða hvernig endar. 

Táknrænt er, að ræðan skuli hafa verið flutt á Austurvelli, einmitt þar, sem ríkisstjórn íhaldsins og krata var afhrópuð í vetur, sem frægt er orðið. 

Svo mótsagnakennt, sem það kann að virðast, þá er langt um liðið, síðan alþýða þessa lands hefur litið á forystu sína, sem sína menn.  Þetta er ekki síst umhugsunarvert í ljósi þess, að fólkið kýs forystuna.  Sama gildir um stjórnmálamennina; þeir eru kosnir af   fólkinu - og burt frá því.

Er hægt að tala um geðlkofa heillar þjóðar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er kannski ekki undarlegt að baulað sé á forseta ASÍ, sem hefur lítið sem ekkert unnið á almennum vinnumarkaði heldur hefur verið lengstum starfmaður ASÍ, það kann nefninlega ekki góðri lukku að stýra þegar starfmenn félagasamtaka fara að stjórna þeim alfarið.  Reyndar er íslensk verkalýðshreyfing handónýt vegna þess hversu hún er tengd ákveðnum flokkum í pólitíkinni og þar með þeirri skipulögðu glæpastarfsemi sem stjórnmálaflokkar á Íslandi eru í dag.

Einar Þór Strand, 3.5.2009 kl. 01:29

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Sveinn þetta er ekki alveg rétt hjá þér vegna þess hvernig uppbygging ASÍ er þá er þetta mög erfitt og sú staðreynd að menn láta skoðanir í landsmálum ráða gerðum sínum innan ASÍ.

En vissulega má kenna fólkinu um að hluta en hver nennir að koma á fundi þar sem ekki er hægt að hafa málefnalega umræðu heldur er fyrst skoðað hvort þú ert með skýrteini í Samfylkingunni og ef ekki þá sleppur VG kannski en annað er out.

Einar Þór Strand, 3.5.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Sammála þér Einar svona er þetta bara

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.5.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband