Græðlingar, mold og sandur

Já, það var þetta með rósina afskornu, sem hún færði mér, blómarósin frá Samfylkingunni um daginn og ég sagði frá á blogginu þann 19. þ.m.  Ég var víst eitthvað að gantast með það, að betra hefði verið, að fá græðling frá sama flokki eins og fyrir síðustu kosningar, enda er hann nú orðinn að tré úti í garði.

Samfylkingarmaður einn hér í bæ, rak augun í þennan hálfkæring minn og bætti um betur; mætti hjá mér í kvöld, blessaður og hafði með sér tvo græðlinga.  Hafi hann þökk fyrir.

En það er nú svo með græðlinga, að þeir spretta úr moldu.  Aftur á móti virðast stjórnmálaflokkar spretta úr sandi.  Það er stormasamt á Íslandi og sandurinn fýkur víða.

Græðlingarnir þeir arna munu festa rætur í moldinni úti í garði.  Aftur á móti hygg ég, að best sé að láta vindinn ráða för sandsins, hér eftir sem hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Tré (fyrrum græðlingar) hefta sandfokið eða stöðva það.

Sverrir Einarsson, 25.4.2009 kl. 09:58

2 identicon

Vindinn er ekki hægt að lægja

en sandinn er hægt að græða.

hann (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband