Misskipting auðs á Íslandi

Þá veit maður það, í upphafi þeirrar auðhyggjustjórn-ar, er Sjálfsstæðisflokkurinn leiddi í 18 ár, átti 1% ríkustu eintaklinga Íslands 3% af þjóðarauðnum.  Nú á þetta sama hlutfall 20% sama auðs.   Hverra draumsýn var slíkur vöxtur misskiptingar á verð-mætum þjóðarinnar?  Tæpast margra.  Það er ekki von, að Sjálf-stæðisflokkurinn njóti fjöldafylgis.

Því miður naut íhaldið stuðnings Framsóknarmanna og Samfylkingar-innar í ríkisstjórnarsamstarfi.  Þeir sem að því stuðluðu, verða að svara fyrir það.  En megin nauðsyn íslenskra stjórnmála nú, er að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem hraksmánarlegasta útreið í kosningun-um á laugardaginn.  Þar við liggur þjóðar þörf.

Þegar Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin sumarið 1941 lýsti íhaldsmaðurinn Churchill þegar í stað yfir stuðningi við sína fyrri fjandmenn, Kremlverja.  Ýmsum í hópi enskar íhaldsmanna varð um og ó.  Svar Churhills við gagnrýni þeirra varð frægt:  "Ég mundi semja við Djöfulinn sjálfan til að sigra Hitler".  Það liggur við, að það sama gildi um Sjálfsæðisflokkinn nú; það verður að leggja hann að velli sem forystuafl íslenskra stjórnmála. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég legg mitt af mörkum til að svo megi verða.

Annars var ekki neinn kosningabragur á veðrinu í Hveragerði í morgun, bara ósköp óvenjulega fallegur morgun svona rétt eftir sólarupprás.

Sverrir Einarsson, 21.4.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Hehe, nú eiga sjálfsagt 1% þjóðarinnar 3% SKULDANNA í stað 20%!

Bjarni G. P. Hjarðar, 21.4.2009 kl. 23:04

3 identicon

svo tregast sjálfstæðisflokkurinn við að skila mútufénu sem komst upp að þeir höfðu þegið...og komast upp með það..

zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Sjálfstæðisflokkurinn er á heljarþröm. Bókstaflega alveg á rassgatinu. Við þurfum ekki einu sinni að semja við djöfulinn. Enda vonlaust þar sem hann er sjálfur í flokknum.

Sigurður Sveinsson, 22.4.2009 kl. 07:23

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Satt og rétt. Lifðu heill!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.4.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband