Er kuldi á kærleiksheimili stjórnarflokkanna?

Ef marka má ummæli Björgvins G. Sigurðsson sem skipar fyrsta sæti á lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi og Atla Gíslasonar, sem leiðir lista Vinstri grænna í sama kjördæmi á borgarafundi í dag, er síður en svo á vísan að róa varðandi hugsanlegt stjórnarsamstarf þessara flokka eftir kosningar, eins þótt þeir fái meirihluta atkvæða. 

Björgvin vill hefja aðildarviðræður að Evrópusambandinu strax í júní en Atli telur það ekki koma til mála.  Báðir gerðu sitt sjónarmið í þessum efnum að úrslitaatriði varðandi stjórnarmyndum.

Ber að skilja þetta sem svo, að báðir flokkarnir séu í raun að biðla til Sjálfstæðisflokksins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín G E

Ekki fór nú vel þegar Samfylkingin setti það með efstu loforðum á sinn lista fyrir síðustu kosningar að taka Ísland af lista þjóða sem studdu stríðið í Írak. Það fyrsta sem Ingibjörg Gísladóttir gerði í þeirri nýju stjórn var að LÚFFA með þá ákvörðun og enn stendur hún !!!  Svo það er stórt spurt þegar spurt er hvort þessi Evrópusambandsaðildarhávaði sé bara svona "bylur hæst í tómri tunnu ??"

Katrín G E, 21.4.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er dagljóst hverjum vitibornum manni að Sf er tilbúinn að selja sig. Þeir færu kinnroðalaust í stjórn með íhaldinu ef það væri talið henta og sú hætta er til staðar. Ég held nú að ástin á stjórnarheimilinu sé nú ekki eins heit og af er látið. Því miður eru nú engar líkur á að VG fái hreinan meirihluta í kosningunum. En hann gæti hugsanlega orðið stærsti flokkurinn. Þó margt megi gagnrýna hjá VG er flokkurinn saklaus af hrunadansi síðustu ára. Heiðarlegur flokkur sem ekki tekur við mútufé. Hrokinn í Björgvin, Árna Páli og jafnvel heilagri Jóhönnu er yfirgengilegur. Besta leiðin til að slá á hann er að VG verði stærsti flokkurinn.

Sigurður Sveinsson, 22.4.2009 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband