Hjallagreifar

Eignarétturinn er af flestum talinn ein af undirstöðum mannlegs samfélags.  Þó eru flestir sammála um, að honum séu takmörk sett.  Þannig eiga menn laun sín, en greiða af þeim skatta.  Þótt menn greini á um, hversu hátt hlutfall launa skuli fara í skatta, eru allir sammála um, að samfélagið verði ekki án þeirra rekið.  Eins er það með fasteignir, af þeim gjalda menn gjöld og þykir fæstum tiltökumál.

Nú er það svo, að menn geta keypt sér hvaða þá fasteign, sem föl er, svo fremi sem þeir séu borgunarmenn fyrir henni.  En þótt menn eigi hús, er ekki þar með sagt, að þeir eigi umhverfi þess, eða hafa ráðstöfunarrétt yfir því.  Hús eru hluti þess umhverfis, sem þau eru í.  Geti menn ekki virt þá skoðun, eiga þeir að láta það ógert, að safna húsum. 

Því miður hafa s.k. peningamenn oft ekki þroska til að skilja þetta.  Þeir halda, að í krafti auðs síns, geti þeir vaðið yfir annað fólk og umturnað umhverfi þess eftir sínu höfði.  Til þess að tryggja sé þá aðstöðu, hafa þeir lagt fúlgur fjár í sjóði stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna.  Þetta háttarlag er eitt af því, sem þarf að taka á í þeirri siðvæðingu, sem vonandi fylgir hruni skýjaborga auðglópanna.  Hjallagreifar eins og sá, sem ætlaði sér að umbylta Vatnsstíg í félagi við Björgúlfsfeðga eiga að heyra sögunni til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jónas Kristjánsson telur að BJörgólfur haldi að hann sé Guð. Þetta smitar frá sér til minni spámanna.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband