Leikhús fáránleikans í Sjálfstæðisflokknum

Geir Haarde fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur nú tekið á sig alla ábyrgð á þeim peningum, sem flokkurinn þáði frá FL-Group og Landsbankanum.  Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri flokksins læst hins vegar ekkert vita og ber því við, að hann hafi látið af framkvæmdastjórastöðunni í október 2006, en flokkurinn tók við 30 milljónum króna frá Fl-Group 29. desember sama ár.  Um svipað leyti tók hann við 25.000.000 krónum frá Landsbankanum.  300.000 króna hámarkið varðandi gjafir lögaðila til stjórnmálaflokka tók gildi 1. janúar árið 2007. 

Vera má, að Kjartan Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi ekkert vitað um gjöf bankans til flokksins.  En Kjartan Gunnarsson, þáverandi bankaráðsmaður Landsbankans; var hann jafn fáfróður varðandi þetta framlag?  Spyr sá, sem ekki veit.

Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson segir "nýja" forystu ætla að gera hreint fyrir sínum dyrum og skila peningunum, bæði frá FL-Group og Landsbankanum.  Afsakið, en telst varaformaður flokksins ekki til forystunnar?  Má í því sambandi benda á, að Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir var kjörin varaformaður árið 2005.  Vissu hún ekkert?  Og ef hún vissi ekkert um svo mikil fjárframlög frá jafn umdeildum aðilum og FL-Group og Landsbankanum; hvað er hún þá að gera í stjórnmálum?  Er ekki lámarkið að stjórnmálamenn átti sig á því samfélagi, sem þeir hyggjast leiða?

Sú spurning hlýtur og að vakna í þessu sambandi, hvort FL-Group og Landsbankinn hafi í raun verið að styrkja Sjálfstæðisflokkinn eða einfaldlega greiða honum fyrir pólitíska þjónustu. 

Allar þessar spurningar krefjast nákvæmari svara en formaður Sjálfstæðisflokksins getur veitt.  Þær krefjast lögreglurannsóknar.  Og svo þarf að fá á hreint, hvort aðrir stjórnmálaflokkar hafa hreint mjöl í pokahroninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur

Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:39

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hvað djöfulsins hrekkjusvín kjaftaði frá þessu? Þarf ekki að finna það og refsa því? Trúnaðarbestur er grafalvarlegt mál. Nógir voru nú erfiðleikar Flokksins fyrir. Hann gæti hreinlega lent á rassgatinu í komandi kosningum. Það er eins og lögmál Murpys sé orði áfast við þennan eftirlætisflokk þjóðarinnar. Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá gerir það það.

Sigurður Sveinsson, 9.4.2009 kl. 08:26

3 identicon

Hér verður safnað saman sögum um Sjálfstæðisflokkinn. Öllum er frjálst að setja inn efni (comment), undir fullu nafni eða dulnefni, skiptir ekki máli. Aðalmálið er að fá sögurnar. Hvernig flokkurinn hefur byggt upp veldi sitt og lagt undir sig heilt þjóðfélag.

http://einu-sinni-voru-sjallar.blogspot.com/

Nonni (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 10:46

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Pétur þú spyrð HÁRRÉTTRA spurninga, spurninga sem þetta drasl lið á eftir að svara!  Vildi óska þess að þú værir starfsmaður hjá íslenskum fjölmiðlum.....  Kæri Siguður Sveinsson ég missti þetta "óvart" út úr mér í fjallgöngu á Tortola, þetta var allt sagt í "trúnaði" í góðra vinna hópi..  

kv. Heilbrigð skynsemi 

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband