7.4.2009 | 21:45
Dæmigerður framboðslisti
Ég bý í kjördæmi, þar sem landbúnaður og sjávarútvegur eru meðal mikilvægustu atvinnuveganna. Væri ekki að láta þessa getið, nema vegna þess, að í morgun fékk ég framboðslista í póstkassann hjá mér. Á þessum lista er vafalaust ágætis fólk, eins og gengur og gerist á svona plöggum. En það sem vakti athygli mína er atvinna þessara frambjóðenda. Hvað það varðar er listinn svoa samsettur:
1. Lögmaður
2. Ferðaþjónustubóndi/lögmaður
3. Kennari
4. Umhverfisefnafræðingur
5. Nemi
6. Veiðieftirlistsmaður
7. Háskólanemi
8. Grunnskólakennari
9. Grunnskólakennari
10. Nemi
11. Náttúrufræðingur
12 Viðskiptafræðinemi
13. Tónlistarkona
14. Viðskiptafræðinemi
15. Forritari
16. Kennari
17. Bókmenntafræðingur
18. Framhaldsskólakennari
19. Lífeyrislaunakona
20. Fr. skiptsjóri/eldri borari
Athyglisverður listi, fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta er hann harla dæmigerður fyrir framboðslista hvaða flokks sem vera skal. Þá er þess að geta, að hér er um að ræða lista flokks, sem á rætur sínar að rekja til verkalýðshreyfingarinnar. Verkafólk er þó hvergi að finna á listanum. Að vísu er þar nafn eins sjómanns, en hann er í heiðurssæti og þess utan skipstjóri á eftirlaunum.
Gefur þetta möguleika til þess að fá þverskurð þjóðarinnar á Alþingi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Segðu frá ... hvaðan er listinn?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.4.2009 kl. 23:08
Nú ætla ég að vera hrekkjusvín og gefa ekkert upp, enda eru allir framboðslistar, allra flokka sama markinu brendir, hvað starfsgreinar varðar.
Kveðja,
Pjetur
Pjetur Hafstein Lárusson, 7.4.2009 kl. 23:12
Þú ert alveg að drepa mig úr forvitni ... fór á stúfana og sá hvaða flokkur þetta er. Ætla ekki að skemma leyndina fyrir þér!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.4.2009 kl. 00:06
Ég sé varla þörf á því að halda leyndum framboðslista VG í suðurkjördæmi. Sjálfsagt er þetta allt prýðisfólk og mun standa sig snöggt um betur, en kandidatarnir, sem græn-bláa bandalagið býður fram með nýjum andlitum, en undir sama sjálfs-græðgismerkinu, sem fyrr. Erum við ekki öll verkamenn í víngarði drottins. Sé ekki hverju starfsheiti viðkomandi breytir. Ekki það að ég kjósi VG, en þeir eru þó snöggt um meira traustvekjandi en græn-bláa hagsmunabandalagið, þó VG-ingar eigi rætur í gamla Abl.
alfreð guðmundsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 08:33
Ég er lögmaður eins og Atli Gíslason. Ég hef samt alla tið talið mig venjulegan verkamann. Það sama gildir um Atla. Á menntun hans að koma í veg fyrir að hann verði áfram besti þingmaður okkar sunnlendinga?
Sigurður Sveinsson, 8.4.2009 kl. 08:40
Misskiljið mig ekki, ég er að tala um félagslega þróun, ekki einstaklinga.
Pjetur Hafstein Lárusson, 8.4.2009 kl. 10:03
Af hverju í ósköpunum ætti Alþingi and vera einhver þverskurður af þjóðinni
Finnst þér t.d. að helmingur alþingismanna eigi að vera með greind undir meðaltali?
Það myndi jú endurspegla þjóðina, ekki satt?
Púkinn, 8.4.2009 kl. 16:05
Ef Púkinn væri með meðalgreind endurspeglaði hann þjóðina.
Þorsteinn Briem, 8.4.2009 kl. 16:50
Alþingi er lögjafasamkoma þjóðarinnar. Því er nauðsynlegt, að það endur-spegli stéttir og hagsmunahópa landsmanna. Sú hefur ekki verið raunin um langa hríð. Þess vegna sitjum við uppi með fyrirbæri, sem sjálft kallar sig "stjórnmálastétt". Í því felst ógnun við lýðræðið.
Pjetur Hafstein Lárusson, 8.4.2009 kl. 20:43
6.VeiðieftirLISTMAÐUR. Beggi frá Hala er snillingur í rituðu máli, en Listamaður??????????'
hunterinn (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.