Glæpir gegn fegurð

Eitt af því, sem auðhyggjan skilur eftir sig, eru hús, ýmist stök eða í heilu hverfunum, sem eru svo ömurlega ljót og ómanneskjuleg, að þau verða tæpast skilgreind sem annað, en glæpir gegn fegurð. 

Um daginn átti ég leið suður í Hafnarfjörð, þennan bæ, sem fyrir nokkrum árum var rómaður fyrir fegurð.  Nú hafa risið þar hverfi, m.a. niður við sjó, sem eru svo nístandi ljót, að við sjálft liggur, að manni blæði í augum, við það eitt, að hugsa um þau.

Það sama má segja um ýmsar glerbyggingar í Reykjavík.  Nefna má húshörmungarnar við Skúlatún og ömurleikann bak við Naustið.  Ekki er nóg með, að þessar bygginar ofbjóði allri fagurfræðilegri skynjun; heldur er þarna um að ræða niðurdrepandi ljótleika.  Ég er sannfærður um, að ef gerðar verða sálfræðilegar rannsóknir á því fólki, sem neyðist til að hafa þessa hörmung fyrir augunum, segjum eftir svo sem eitt ár, mun koma í ljóst vaxandi tíðni þunglyndis hjá þessu fólki.  Og ég er ekki að grínast.  Andleg líðan fólks mótast m.a. af umhverfi þess.  Og líðan sálarinnar hefur áhrif á líkamlegt heilsufar.

Fyrir mörgum árum sá ég í sjónvarpi frétt frá Bandaríkjunum.  Þessi frétt fjallaði um afdrif íbúðarhverfis, þar sem bjuggu um 25.000 manns.  Allar byggingarnar voru niðurdrepandi steinkumbaldar.  Yfirvöld í viðkomandi borg höfðu komist að því, að glæpir og önnur félagsleg óáran voru tíðari í þessu hverfi, en annarrs staðar í borginni.  Menn voru sammála um, að umhverfið réði þar mestu um.  Fólk, sem býr í dapurlegu umhverfi hneigist til depurðar, sinnuleysis og loks eiturlyjaneyslu og meðfylgjandi afbrota.

Það verður ekki af Ameríkönum skafið; þeir eru röskir menn til verka.  Þess vegna byggðu þeir nýtt hverfi fyrir íbúana, settu svo dýnamit í hvert einasta hús í umræddu hverfi og sprengdu það í loft upp.  Þetta er það, sem gera á við hörmungarhýsi þau, sem undanfarin ár, hafa sprottið upp í Reykjavík og þar um kring á undanförnum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og sem byggingamaður verð ég að vera sammála þér og ósammaála flestum "kollekum" mínum sem greinilega dá þetta og dýrka. Ég er alveg viss um að það er hægt að gera betur fyrir sama fé pr. fermeter.

Það er allavega varasamt að setja þetta niður í þessari mynd innan um gamla byggð. Þetta er kannski í lagi í efri byggðum (nýjum hverfum) enn ekki þar sem það er sett.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 08:16

2 identicon

Já það má kalla þetta glæpi gegn fegurð sem og ýmsu öðru!

Og þvílík Heimska! í alla staði. Var enginn hugsandi maður í öllu þessu ferli?

Trúlega er skynsamlegast að sprengja þessa óskapnaði enda standa þeir margir hverjir auðir hálfkláraðir og verða þannig næstu ár og áratugi.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 10:04

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Heyr heyr, sammála hverju orði. Þessar byggingar eru forljótar. Ég var í Varsjá um daginn, borgin sú var sprengd í tætlur í síðari heimstyrjöldinni og var byggð upp aftur af kommúnistum. Mér þykir vænt um Pólland og Pólverja en ég verð að gefa Varsjá þá einkunn að þetta er ljótasta borg sem ég hef komið til.

Þegar ég ók í gegnum borgina varð mér oft og iðulega hugsað til þeirrar byggingarmenningar sem einkenndi útþenslu og útrásarstefnuna sem blessunarlega leið undir lok í október sl. Þ.e. að byggja sem mest á sem fæstum fermetrum. Þetta er einfaldlega ljótt og ómannvænt.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.4.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hef komið í nokkrar alveg forljótar borgir í Evrópu, sem voru byggðar upp með hraði á rústum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Hér á Íslandi voru hins vegar heilu, forljótu, hverfin byggð í miðju gargandi góðæri.   Afsökunin var því hvorki fjár- né tímaskortur.   Bara græðgi... 

  Til að bíta hausinn af skömminni reynast svo mörg "pimphúsin" svo illa byggð, að þau eru hreinlega að hrynja utanaf þeim sem höfðu ráð á að eignast þau -á uppsprengdu verði.

Íslenskir iðnaðarmenn og verktakar eru kannski einu þegnar þessa lands sem erfitt er að vorkenna atvinnuleysið.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband