2.4.2009 | 01:23
Stjórnlagaþingi aflýst
Svo virðist, sem fólkið sem af sínu takmarkaða lítillæti kallar sig stjórnmálastéttina", þetta sama fólk og afhenti braskaralýðnum þjóðarauðinn á silfurfati með þeim afleiðingum, sem við augum blasa, hafi nú endurheimt hroka sinn eftir áfallið í búsáhaldabyltingunni. Kröfu almennings um stjórnlagaþing hefur í raun verið ýtt til hliðar. Nú tala stjórnmálamennirnir um notalega hlutastarfssamkomu, sem kosin skal í leiðinni og þjóðin kýs næst til hreppsnefnda.
Ég var einn þeirra, sem tóku búsáhaldabyltingunni fagnandi. Ástæðan var m.a. sú, að ég var farinn að óttast alvarlegar ofbeldisaðgerðir almennings gegn auðhyskinu og þjónum þess í hópi stjórnmálamanna. Og það lá nærri, að svo færi. Búsáhaldabyltingin hleypti gufunni af katlinum, sem annarrs hefði getað sprungið. Nú óttast ég, að stjórnmálamennirnir séu að smíða nýjan gufuketil, sem ekki verði auðvelt að tappa af.
Í búsáhaldabyltingunni börðu menn potta og pönnur. Þessi friðsamlegu áhöld eru gerð úr málmi. Og málma má bræða og smíða úr þeim vopn er bíta. Getur hugsast, að stjórnmálamennirnir sækist eftir slíku ástandi á Íslandi? Þeirri spurningu verða þeir að svara, áður en þeir halda áfram undanbrögðum sínum gagnvart almenningi, sem farinn er að fyrirlíta þá að innstu hjartans rótum.
Þessi skrif ber ekki að taka sem hótun, heldur varnaðarorð. Friður verður að haldast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta lið á ekkert betra skilið en mig: já ég skal leggja mig fram um að standa undir kostnaði við rassskellingar vélina og gef þjóðinni frjálsa notkun á þessu undra tæki, það er komin tími á að taka til hendi og raða þessu skita pakki í vélina góðu.
Einar B Bragason , 2.4.2009 kl. 02:51
Gott dæmi um hroka er Þorgerður Katrín varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Kínafarinn í boði ríkisins og sú sem dansaði uppi á borðum í boði Kaupþings í London þar sem Tom Jones var fenginn til að syngja undir borðum!
Hér má lesa blogg sem að ég skrifaði um hana, fyrir um ári síðan, hversu góðu sambandi hún væri annars við sína umbjóðendur:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382604/
hér má svo sjá stóra nýja hesthúsið hennar Þorgerðar (mynd nr. 2), sem er líklega með því stærra og veglegra sem þekkjist:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/498351/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.4.2009 kl. 06:57
Jóhanna nýtur í bili feginleikans og lostsins í kjölfar stjórnarskiptanna. Öll ríkisstjórnin þiggur þaðan ljós sitt.
Ekki þarf að fjölyrða um hið sanna eðli ríkisstjórnar Samfylkingar og Vg. en fólk skyldi ekki búast við neinum lýðræðisumbótum úr þeirri átt.
Þingmenn þessara flokka láta sér sæma að skýla sér bakvið fullkomlega glórulausa álitsgerð "yfirlögfræðings Alþingis" og svíkja loforð sitt um að heimila persónukjör í kosningunm 25. apríl. Álitsgerðin hefur verið "jörðuð" með lögfræðiálti sem Borgarahreyfingin útvegaði:
http://www.borgarahreyfingin.is/2009/04/01/alitsger%C3%B0-vegna-frumvarps-um-personukjor/
Rómverji (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 09:22
1. Hvernig verða stjórnlagaþingmenn valdir á stjórnlagaþing?
Svar: Með sama móti og nú, það er með kosningu fulltrúa (reyndar 41 í stað 63).
Munu flokkarnir ekki þá að sama skapi leggja áherslu á frambjóðendur til stjórnlagaþings og jafnvel ýta undir að almenningur kjósi ákveðna menn. Flokkarnir eru jú ekkert annað en sameinaður hópur fólks og þjóðin er samansett af einstaklingum sem hafa mismunandi skoðanir.
2. Það þarf að færa valdið til þjóðarinnar.
Þetta snýst um að kasta boltanum til þjóðarinnar... hvernig bolta? hver ákveður hvernig bolti þetta er, handbolti fótbolti eða hafnarbolti. Hver ákveður hvernig boltinn er í laginu? það eru alltaf einstaklingar og líklega hópur einstaklinga, er þessi hópur þjóðin? Meirihluti þjóðarinnar vill breytingar, en hverjar verða þessar breytingar og hver ræður hverjar þessar breytingar verða.
"Gamla" stjórnarfarið er fulltrúalýðræði, stjórnlagaþing er að sama skapi fulltrúalýðræði. Niðurstaðan er því sú að með flokkakerfinu fær fólk tækifæri til að staðsetja skoðun sína meðal jafningja, í því felst margsannreynt lýðræði.
Kristinn Svanur Jónsson, 2.4.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.