Smá hugleiðingar um veður og þjóð

Ef til vill þykir sumum ég hafa hlaupið nokkuð á mig, þegar ég lýsti því fjálglega yfir á bloggsíðu minni, þann 20. mars, að vorið væri komið.  Norðurland og Vestfirðir eru á kafi í snjó og hér sunnan heiða næða naprir vindar yfir alhvíta jörð.  Svipað ástand fyrir austan, skilst mér.

En þetta er bara venjulegt íslenskt vor; það gengur á ýmsu, þar til grundir grækna og lömb leika í haga.  Í garðinum hjá mér eru páskaliljur teknar að teygja sig upp úr moldinni í skjóli rifsberjarunna.  Ef til vill lifa þær hretið af, ef til vill ekki.

Íslenskt vor - íslensk þjóð; ber að sama brunni.  Hvoru tveggja jafn óútreiknanlegt, jafnt fyrir veðurfræðinga sem hagfræðinga.  Og líkt og vorið er á sinn hátt ómálga barn sumarsins, er þjóðin oftar en ekki eins og óstýrilátt barn náttúruafla, sem hún hvorki skilur né vill skilja.  Við erum menningarþjóð, svo langt sem það nær.  En fyrst og fremst erum við náttúrubörn í luktu búri borgarsamfélags, sem við botnum ekkert í.  Fortíðin er okkur gleymd og skilningur á nútímanum handan seilingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað er venjulegt íslenskt vor?Það sem nú er að gerast er auðvitað ekkert einsdæmi en það er samt í kaldara og leiðinlegra lagi, ekki dæmigert vor. En vorið kemur misnsemma. Apríl getur svo allt eins orðið frábær en kannski ekki. Svo má ekki gleyma því að víða á norðurhveli er snemmvorið líka mjög breytilegt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.3.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Veðrið á Íslandi er samt alltaf skárra en þjóðin!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.3.2009 kl. 21:45

3 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Nei, Sigurlaug, fyrir alla muni ekki kenna mér um það, að vorveðrið er jafn rysjótt og þjóðin. Auk þess er ég eins og stjórnmálamennirnir, ábyrgðarlaus með öllu.

Kveðja,

Pjetur Hafstein Lárusson, 1.4.2009 kl. 10:11

4 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Siggi minni, þjóðin og veðrið eru eitt, þetta veist þú veður- og mannlífskönnuðurinn sjálfur.

Kveðja,

Pjetur Hafstein Lárusson, 1.4.2009 kl. 10:12

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hvoru megin við páskana kemur hretið þá?

Ég kalla það ekki páskahret þó hann leggist í rigningar kulda takk.

Sverrir Einarsson, 1.4.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband