29.3.2009 | 15:58
Var Samfylkingunni ekki sjálfrátt?
Ef marka má hina mjög svo takmörkuðu "iðrunarræðu" Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, voru mistök Samfylkingar í ríkis-stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum þau ein, að fylgja ekki eftir eigin stefnumálum, heldur láta samstarfsflokkinn ráða. Á mannamáli heitir þetta að vera taglhnýtingur.
Vel má vera, að þetta eigi við í vissum atriðum. Hinu má ekki gleyma, að forysta Samfylkingarinnar og þá ekki síst Ingibjörg Sólrún, var mjög höll undir s.k. blairisma, þ.e.a.s. frjálshyggjustefnu breska Verkamannaflokksins. Meðal forystumanna Samfylkingar-innar, sem aðhylltust þessa stefnu, og gera auðvitað enn, eru báðir þeir, sem buðu sig fram til varaformanns flokksins. Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort Jóhönnu muni auðnast, að gera Samfylkinguna að klassískum norrænum jafnaðarmannaflokki, eða hvort baktjaldamakk blairistanna muni í raun endanlega afmá hugmyndafræðilegan mun á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum.
Það er enginn verri maður við það vera hægri sinnaður í stjórnmálum. En hugsanlega hafa ýmsir úr forystu Samfylkingarinnar verið á vitlausum landsfundi þessa helgi. Það er alltaf svolítið neyðarlegt þegar menn stinga lyklinum í skráargatið á röngum útidyrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Athugasemdir
Hehe, góður pistill hjá þér...
Sigurjón, 30.3.2009 kl. 02:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.