27.3.2009 | 13:25
Evrópuumræðan og kosningarnar
Ef marka má fréttir frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins, virðist sem hann sé klofinn í afstöðu sinni til Evrópubandalagsins. Svo stutt er til kosninga, að útilokað er, að sátt náist um þetta mál fyrir þær. Hitt er svo annað, að flokksmenn gætu orðið ásáttir um að sveipa sig virðulegri þögn í þessum efnum, þar til síðar.
Aðild að Evrópusambandinu er tæpast aðkallandi mál, eins og á stendur. En það á eftir að breytast. Nýtt forystulið Sjálfstæðisflokksins mun nær örugglega standa andspænis því, að verða að taka af skarið, með eða móti Evrópusambandsaðild Íslands. Er einhver trygging fyrir því, að sú staðreynd muni ekki móta stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt getur gerst. En það hefur alltaf verið ofvaxið mínum skilningi hvers vegna menn geta ekki sammælst um það að afla upplýsinga um kosti og galla. Afstaða manna minnir æ meira á trúarbrögð en skynsemi. En eins og þú segir eru nýir tímar framundan og hinir öldnu draga sig í hlé og unga fólkið vill skýr svör.
Finnur Bárðarson, 27.3.2009 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.