Enn situr Össur

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins færast nú, hver á fætur öðrum, niður eftir framboðslistum flokksins, í samræmi við talningu upp úr prófkjörskössunum. Sumir þeirra víkja jafnvel alfarið af lista flokksins. Félagar þeirra áminna þá fyrir afglöp undanfarinna ára og þeir átta sig á skilaboðunum.

Öðru máli gegnir um Össur Skarphéðinsson.  Hann komst upp með það, að bjóða sig einn fram í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem þýðir 1. sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Og þrátt fyrir, að kosningaþáttaka hafi verið innan við 50% og hann aðeins fengið þriðjung greiddra atkvæða, þá skilur hann ekki merkingu þeirra talna.  Honum fer sem félaga Kim Il Sung í Norður-Kóreu forðum, sem alla tíð taldi sig vera „hinn mikla og elskaða leiðtoga".

Nánast hvaða Samfylkingamaður sem vera skal, gæti unnið kosningasigur í Reykjavík, með Jóhönnu Sigurðardóttur sér við hlið; bara ekki Össur Skarphéðinsson.  En því miður virðist hann vera einn um að skilja ekki þessi einföldu sannindi.  Nú stendur það upp á flokksfélaga hans í höfuðstaðnum, að vekja hann af værum blundi. Annað væri ómaklegt gagnvart að ýmsu leyti skemmtilega-heitar manni, sem því miður hefur lent á allt of hárri syllu í fuglabjargi stjórnmálanna og skortir kjark til að taka flugið út yfir bylgjur hafsins, þar sem hann þarf að sjá um sig sjálfur, eins og gengur og gerist í lundabyggð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er ekki öll von úti enn:

Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?

Var að stofna áhugahóp á Facebook um málefnið:

http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.3.2009 kl. 10:30

2 identicon

Svo þetta kjaftæði um nýja Ísland er bara rugl.Hef aldrei skilið alla þessa lofgjörð um Jóhönnu Sig hún á sinn þátt í hruninu Búinn að hanga inn á Alþingi í áratugi hvað var hún sofandi einsog hinir

Og Guðlaugur Þór. Bjarni Ben .Össur. Jónanna. burt með þetta spillingar lið  Góðar stundir

ingo skula (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband