18.3.2009 | 14:56
Arðgreiðslur af tapi
Mikið lifandis ósköp er ég ánægður með þessa atvinnurekendur, sem fyrir fáum vikum grétu söltum tárum, þar til verkalýðsforystan aumkaði sig yfir þá og féllst á frestun umsaminna launahækkana, vegna þess, að allt væri til fjandans að fara.
Nú eru sumir þessara atvinnurekenda, að greiða sjálfum sér og öðrum hluthöfum arð af tapinu, sem var svo rosalegt, að ekki var hægt að standa við gerða kjarasamninga.
Þetta eru mínir menn; liggja eins og hundar flatir, en látast þó standa í lappirnar, eins og ekkert hafi í skorist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.