Gunnar H. Jónsson, gítaristi, áttræður.

Gunnar gítaristi, sá magnaði strengjatogari og sagnamaður er áttræður í dag.  Það er ekki öllum gefið, að tjá sig á jafn kyngimagnaðan hátt og hann gerir, hvort heldur er í orðum eða tónum.  Að öðrum ólöstuðum mun hann hafa kennt flestum af okkar bestu klassísku gítaristum, enda hefur hann í sér seiðinn, sá gamli.

 

Skyldu ekki vera liðin um það bil 25 ár, síðan Gunnar fluttist norður til Akureyrar?  Best gæti ég trúað því.  Þeir voru nú svolítði dannaðir, þarna fyrir norðan, a.m.k. þóttu þeir það í gamla daga og ekki alveg laust við, að þeir séu það enn.  Ég hef t.d. séð það til þeirra, að þeir klæðast sérstöku uniformi, þegar þeir þvo blikkbeljurnar sínar. Hvernig skyldi þeim lítast á það, þegar ég held því fram, að Gunnar, þessi útilegumaður Íslands   þúsund ára, sé höfuðprýði staðarins?  Og ég sem trúi því ekki upp á hann, að hann stundi bílaþvott, í það minnsta ekki á grænum stígvélum, eins og staðarmenn á hans slóðum gera.  Ekki að það skipti máli.  Og það má fjandinn vita, hvort hann er ekki göldróttur ofan í kaupin.  Það þori ég ekki að ræða frekar.  Aftur á móti fær Gunnar gítaristi hér með mínar kveðjur og minna.  Lifðu heill.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar er sannarlega bæjarprýði. Tek undir kveðjur til meistarans.

Sigurður Þorsteinsson, 17.3.2009 kl. 21:06

2 identicon

Sæll Pjetur Hafstein !  Ég þekki þig ekki svo ég viti - en mikið þótti mér vænt um þessa bloggfærslu þína ! 

Ég er einn af mörgum sem datt í þann lukkupott á sínum tíma að fá að verða nemandi þessa manns.  Milli okkar Gunnars myndaðist ótrúlega sterk vináttutaug.  Þessu er eiginlega ekki hægt að lýsa - ef til vill á hugtakið "telepatia" við hvað varðar sumt í okkar samskiptum.  Sjálfur trúi/trúði ég ekki á neitt - en þetta er/var einstakt.

Ég segi ekki frá því í hvaða stellingar ég setti mig - en ég hugsaði bara um hann.  Stuttu seinna hringdi hann í mig og sagði "já, mér fannst eins og þú værir að velta einhverju fyrir þér varðandi verkið sem þú ert að vinna að." Þetta gerðist mörgum sinnum.  Svona sterk voru tengslin milli okkar.

Fljótlega eftir að ég byrjaði nám hjá honum - tríttlaði ég á eftir honum þar sem hann var að kynna mig fyrir tónlistarskólastjóra í nágrannasveitarfélagi- - þannig var vegvísir settur.

15 ár hef ég á bakinu sem gítar- og tónlistarkennari - þökk sé þessum frábæra vini og kennara.

Síðan þetta gerðist allt hefur mikið vatn runnið - ég tók uppá því að gerast tannlæknir - en hætti samt ekki að spila eða kenna.  Svo varð mér aftur hugsað til Gunnars eftir nokkurra ára sambandsslit.  Þá hringir hann og vill senda mér myndir og útsetningar í tölvutæku formi.  Ef ég verð svona klár í kollinum þegar ég kemst á þennan aldur sem Gunnar er á - þá þakka ég fyrir.

Í hvert skipti sem ég snerti hljóðfærið mitt þá man alltaf eftir honum.

Heill Gunnari H. Jónssyni áttræðum.

 Haraldur Arngrímsson.

Haraldur Arngrímsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Til hamingju með daginn Gunnar! Var í tímum í kringum 1975 í Tónskóla Sigursveins. Frábær kennari og stórskemmtilegur.

Júlíus Valsson, 18.3.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Júlíus Valsson

...mér fannst hann þá vera ungur maður (hann hefur þá verið á mínum aldri -he he)

Júlíus Valsson, 18.3.2009 kl. 14:51

5 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Júlli minn, reikna betur.

Pjetur Hafstein Lárusson, 18.3.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband