Tími Össurar liðinn

Nokkurri þögn virðist hafa slegið á Össur Skarphéðinsson við úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 11. mars s.l. Eru menn heldur óvanir svo langri og djúpri þögn úr þeim digra barka.  Helst geta þeir sér þess til, að þingmaðurinn hafa veitt því athygli, að fylgi hans í fyrsta og annað sæti listans var aðeins um þriðjungur greiddra atkvæða og var hann þó einn um það, að sækjast eftir öðru sætinu.  Fyrsta sæti vissu allir, að Jóhanna Sigurðardóttir mundi hreppa.  Innan við helmingur flokksmanna greiddi atkvæði í prófkjörinu, eða 3.543 af 7743.

Nú er það spurningin, hvort þessar hrakfarir Össurar dugi honum til skilnings á þeirri einföldu staðreynd, að líkt og tími Jóhönnu er kominn, þá er hans tími liðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég held að aðrir stjórnmálaflokkar gleðjist við þetta.  Enn einu sini ætla vinstri menn að sjá til þess sjálfir að þeir gangi lamaðir til kostninga.

 Ef einhver spyr af hverju fór enginn á móti Össuri held ég að svarið sé að menn óttast áróðusvélina sem er í kringum Klíkuna sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er búinn að hafa í kringum sig. 

Þetta er klíkan sem formaður Framsóknarflokksins talar um. Hugmyndafræðinn um að stýra atburðarrásinni og þannig hafa áhrif á flokkinn gerir það að verkum að það verður þögn ef hræðslu við að fá árás, en ekki eðlileg samkeppni hugmynda og verka.

En Framsóknarflokkurinn gleðst yfir þessari kostningu. 

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:00

2 identicon

Voðalegt bull er þessi athugasemd.

alla (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:14

3 identicon

Össur er í einhverskonar veruleikafyrringar ástandi. Eina sem hefur komið frá honum undafarin ár gengur út á stóriðju og sprotafyrirtæki.

Hann hefur barist fyrir því að lífeyrissjóðirnir okkar fái með reglugerð að eyða nokkrum milljörðum af fé okkarí sprotafyrirtækin. (nb HANS EIGIN LÍFEYRISSPARNAÐUR ER AUÐVITAÐ EKKI MEÐ Í ÞESSU PLOTTI HANS ENDA VEL TRYGGÐUR HJÁ RÍKINU).

Þetta kemur BARA EKKI TIL GREINA. Lífeyrissjóðirnir hafa tapað meir en nóg og sprotafyrirtæki eru einhver þau áhættusömustu fyrirtæki sem hægt er að leggja fé í. Hann hefur líka barist hér fyrir stóriðju.

Ég mun persónulega strika Össur út í næstu kosningum og hvetja alla með facebook og tölvupósti til að gera slíkt hið sama.

Krefst þess svo að kjörstjórn upplýsi UM FJÖLDA ALLRA ÚTSTRIKANA - hvert og eitt einasta strik sem þjóðin setur yfir nafn.

ÞA (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:05

4 identicon

Vil svo bara bæta við þetta að ef fólk les bloggið hans Össurar, þá er bara eins og hér hafi ekkert gerst undanfarna mánuði!!!!!!!

Hann er bara á einhverju rithöfundarúnki um sprotafyrirtækin.

Fyrir það er hann vonandi að borga með lélegri kosningu.

ÞA (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Lá ekki bara beint við að Össur yrði númer tvö á eftir Jóhönnu ?  Sé ekki alveg stórkostlegan ósigur í því...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 02:18

6 identicon

Ég hef kosið Samfylkinguna og er bara sammála þér, svo er bara með öllu óþolandi að menn eigini sér einhver þingsæti og geti nánast ákveðið sjálfir hvenær þeir hætta, allt í skjóli flokksins.

Valsól (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband