13.3.2009 | 22:11
Þorskurinn og prófkjörin
Mikið getur verið gaman að hlusta á stjórnmálafræðinga velta fyrir sér hinum óþrjótandi möguleikum stjórnmálanna. Í kvöld voru tveir úr þessu hópi, að velta því fyrir sér í Kastljósi, hvernig prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í hinum ýmsu kjördæmum, mundi lykta nú um hlegina. Komst annar þeirra að þeirri merkilegu niðurstöðu, að Árni Johnsen nyti mests fylgis í Vestmannaeyjum og "á svæðinu þar í kring".
Stjórnmálafræðingur þessi er sjálfur Sjáfstæðismaður og reyndi fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir nokkrum árum. Hann veit því, um hvað hann er að tala. Og nú vaknar sú spurning, hvort Árni Johnsen njóti helst hylli þorska, fyrir utan auðvitað Vestmannaeyinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já... ég hef lengi grunað þorskana um að vera ekki allir þar sem þeir eru séðir...
Brattur, 14.3.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.