5.3.2009 | 22:28
Bláir eru dalir þínir
Á tímum, þegar menn gerst þrasgjarnir úr hófi fram, er gott að fletta bókum, sem eru þeirrar náttúru, að þar mætir söngur þögn í órofa samhengi. Slík eru verk Hannesar Péturssonar. Þessu til áréttingar langar mig til að birta eitt þeirra ljóða hans, sem ég tel fegurst, en það birtst í Kvæðabók árið 1955 og ber heitið Bláir eru dalir þínir.
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn himinn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
- hvít eru tröf þeirra.
Þöglar eru heiðar þínar
byggð mín í norðrinu.
Huldur býr í fossgljúfri
saumar sólargull
í silfurfestar vatnsdropanna.
Sæl verður gleymskan
undir grasi þínu
byggð mín í norðrinu
því sælt er að gleyma
í fangi þess
maður elskar.
Ó bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu.
Athugasemdir
Megas gerði þetta kvæði sveitunga míns úr Skagafirði ódauðlegt með útúrsnúningnum: "Gulir eru taumar þínir hland mitt í skálinni."
Jens Guð, 6.3.2009 kl. 01:14
Þetta er afskaplega fallegt ljóð. Takk fyrir að minna á það.
S.H. (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:48
Sæll,
ég las talsvert af því sem þú skrifaðir um Stein Steinar (Aðalstein Kristmundsson). Það væri gaman ef þú myndir setja þetta saman í bók, eða gefa það út á einhvern hátt. Þetta ágæta skáld var vertíðarmaður í Grindavík í eina tíð, og kynntist faðir minn honum þá.
kveðja
ET
ET (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.