Leikræn tilþrif í framboðsmálum

Hér skal ekki fjallað um þá ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, að bjóða sig fram til Alþingis í vor.  Það er hennar mál og flokksfélaga hennar.  En tvennt er athyglisvert í þessu sambandi. Annað er það, að áður en hún tilkynnti ákvörðun sína marg sögðu fréttamenn, að hún ætti eftir, að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína.  Í einfeldni minni hélt ég, að í lýðræðissamfélagi væri það fóklið, sem ákvarðaði pólitíska framtíð frambjóðenda, en ekki þeir sjálfir.  Eða er ef til vill eitthvað til í því, sem haft er í hámæli nú um stundir, að lýðræðið á Íslandi sé ekki merkilegra en það, að til sé eitthvað, sem kallað er „stjórnmálastétt"?

Hitt atriðið í þessu sambandi er sú tímasetning, sem Ingibjörg Sólrún valdi, til að gera það lýðum ljóst, að hún ætlaði í framboð, en það gerði hún einni klukkustund áður en framboðsferstur til prófkjörs rann út á hádegi.  Hlýtur það að teljast heldur lítil kurteisi í garð þeirra, sem höfðu lýst því yfir, að mögulegt framboð þeirra, væri undir því komið, hvort hún biði sig fram eður ei.  Svona tilþrif eiga frekar heima á leikhúsfjölum en í stjórnmálastarfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún sagði nú reyndar fleira umhugsunarvert. Það fór ekki framhjá mér að hún taldi framhald þátttöku í stjórnmálaforystu vera svo mikilvægt fyrir þá uppbyggingu á heilsufari sem hún hefði nú að megin viðfangsefni. Það er spurning í mínum huga hvort Alþingi sé þá líka orðið heilsuhæli?

Árni Gunnarsson, 1.3.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Þú villt ekki fjalla um ákvörðunina en það vil ég. Hvernig dettur ISG í hug að hengja sig á JS og draga hana þar með niður í svaðið. Hvaða hagsmuna þjóðarinnar er ISG að gæta með því að binda núverandi og hugsanlega næstkomandi foraætisráðherra á klafa sinn sem þegar er bugaður á ábyrgðarleysi. Ég minni á að í aðdraganda og á meðan íslenska hagkerfið féll var ISG upptekin af vonlausu framboði til öryggisráðs SÞ og var auðsjáanlega ekki með hugann við að sinna þeirri skyldu dem hún hafði tekið á sig með framboði til Alþingis og sérstaklega sem formaður annars stjórnarflokksins.

Munið það

Kjartan Björgvinsson

Kjartan Björgvinsson, 1.3.2009 kl. 03:35

3 Smámynd: Brattur

Þegar ISG tilkynnti ákvörðun sína um að halda áfram í pólitík, talaði hún meira um það hvað væri gott fyrir sig að gera heldur en að tala um hvað væri gott fyrir þjóðina.

Brattur, 1.3.2009 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband