27.2.2009 | 20:02
Undarleg skipun formanns samninganefndar
Nú hefur fjármálaráðherra brugðið á það ráð, að skipa gamlan flokksbróður sinn, Svavar Gestsson, sendiherrann í Kaupmannahöfn formann samninganefndar um Icesave-reikninganna. Út af fyrir sig er það undarlegt, að sendiherra skuli settur í slíka stöðu og enn þá undarlegra, að það skuli þá ekki vera sendiherrann í London; þarna er nú einu sinni við Breta að eiga en ekki Dani. Hvað skyldi fjármálaráðherra ganga til, að fá ekki harðan nagla úr hópi lögfræðinga, til að fara fyrir samninganefndinni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er virkilega góð fyrirspurn hjá þér Pjetur.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 02:35
Þetta er alveg laukrétt hjá þér. Ég er lögfræðingur á lausu. Sennilega hefur Steingrímur ekki vitað af því. Kveðjur góðar í Hveragerði.
Sigurður Sveinsson, 28.2.2009 kl. 04:20
En Svavar Gestsson er nú bara mjög harður nagli !
Þaulvanur maður úr stjórnsýsluni og hvernig á að koma fram þar, auðvitað verða með honum í nefndini einhverjir lögfræðingar trúi ég.
Mér lýst bara mjög vel á að hafa svona einarðan mann eins og Svavar þarna á oddi til þess að fara fyrir hagsmunum okkar Íslendinga.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 06:15
Það verður nú seint sagt um Svavar að hann sé einhver væskill, frekar að hann er gamall refur sem er vanur að fást við Breta síðan í þoskastríðunum. Líst vel á að fá hann til að leiða þetta mál.
Einar Steinsson, 28.2.2009 kl. 18:40
Er viss um að þetta val er alveg hárrétt, ekki alltaf hægt að hafa einhver pólitísk gleraugu á nefinu.
Við eigum marga harða nagla, Svafar er einn af þeim.
Gangi honum sem best í þessu erfiða verkefni.
Björn Jónsson, 28.2.2009 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.