22.2.2009 | 22:57
Vitrun lagaprófessorsins
Ef marka má fréttir Ríkisútvarpsins í dag, hefur ónefndur lagaprófessor fengið vitrun og opinberað hana þjóð sinni í Silfri Egils. Vitrun prófessorsins er sú, að stjórnkerfi Íslands sé að stórum hluta ónýtt enda megi rekja það aftur til dönsku stjórnarskrárinnar frá árinu 1849.
Þetta eru merkileg tíðindi. Nú skil ég hvernig á því stendur, að enginn hefur verið dregin fyrir dóm vegna þjóðargjaldþrotsins. Þetta er allt vorum arfakóndi Firðriki VII að kenna. Og þar sem hann hefur legið í sinni fínu eikarkistu í Hróarskeldudómkirkju, allar götur frá árinu 1863, er ekki hægt að fullnægja réttlætinu í þessu máli. Dauðir menn verða ekki sóttir til saka, hér megin grafar, nema þá á spjöldum sögunnar. En hver hefur áhyggjur af því, meðal þjóðar, sem heldur að sagan hafi byrjað upp úr klukkan þrjú á fimmtudaginn var?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.