18.2.2009 | 18:47
Siðbótarmenn Framsóknarflokksins
Svo virðist sem meint siðbót hins nýja formanns Framsóknarflokksins, hafi farið fram hjá varafulltrúa varafulltrúa flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Að minnsta kosti verður það að teljast nokkuð svo sérkennilegt siðferði, að bjóða 25 flokksfélögum sínum til samsætis á kostnað borgarbúa. Enda þótt það sé auðvitað alvarlegt mál, þá eru þó á því spaugilegar hliðar; tilefni samkomunnar var sem sagt það, að kynna þessum Framsóknarmönnum, sem allir eru utan af landi, hvernig Reykjavíkurborg ætlar að bregðast við kreppunni!
Er nokkur með hugmynd um verkefni í því sambandi, handa siðbótarformanninum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þessar 90 þúsund krónur er smáræði miðað við 200 millj
sem Óli borgaði fyrir hjalla í 101 Rvk
En þetta var ekki rétt hjá Óskari að halda boð
fyrir félagana sína
þetta var gert með samþykki VG og Samf
leedsari (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:49
"Sá sem sáir vindi, uppsker storm" segir í góðri bók. Hvort mun það rætast hjá fyrrum borgarstjóra, sem fór stórum frjálslegar með fjármuni borgarinnar en sem nemur kostnaði við freyðivín og snittur handa hálfum þriðja tug manna?
Flosi Kristjánsson, 19.2.2009 kl. 09:39
Framsóknarflokkurinn er og verður alltaf gjörspilltur, nýji formaðurinn fæddur og uppalinn í innsta hring er einn lélegasti skrípaleikur sem ég hef séð. Hver myndi ganga í Framsókn án þess að ætla sér að græða á því?
Hrund (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.