Eftir viðtal við Geir Haarde

Enda þótt Bretland sé ekki lengur heimsveldi, líkt og á þeim tímum, þegar Jón Helgason prófessor orti meðfylgjandi ljóð, skaut því upp í huga mínum, þegar ég heyrði og sá viðtal við Geir í breska sjónhvarpsþættinum Hard talk nú rétt áðan.  Ljóðið heitir Tveir fánar og hljóðar svo:

 

Öðrum er lotið í öllum hnattarins beltum,
og að  honum sópast úr löndunum stórfelldur gróði,
hann blaktir þungur af allra úthafa seltum
og orrustublóði.

Hinn er lítils metinn og ungur að árum,
og engum finnst til um það vald sem á bak við hann stendur:
vanmegna smáþjóð sem velkist á Dumbshafsins bárum,
vopnlausar hendur.

Eitt er þó nálega álíka veglegt hjá báðum,
því örlögin veittu oss í smæð vorri dýrmætan frama:
Ráðherratalan á Íslandi og Englandi er bráðum
orðin hin sama.

***

Imperium Thule, Imperium Thule, hvenær mun þjóðanna auður skella sem brim á þínum ströndum, með víkinga glæsta í stafni undir gunnfána hins bleika svíns?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þótti ákaflega dapurt að horfa á Geir í þessu viðtali.  Afneitun og ábyrgðarleysi var greinilega efst í hans huga.

Þessi "fréttamaður" vissi greinilega hvernig á að umgangast "pólitíkusa" og undirbúa sig fyrir svona viðtöl, mikið vildi ég að við ættum fréttamenn sem nálguðust hann í "gæðum". 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband