Er Neptúnus enn á ferli?

Taki menn að sér störf, hver svo sem þau eru, er nauðsynlegt, að þeir geri sér ljóst, að allt hefur sín takmörk, einnig stöður, hversu háar, sem þær eru.  Gildir einu, með hvaða hætti menn komast í viðkomandi stöðu.

Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi 17. júní 1944, hefur hlutverk forseta landsins verið mönnum ljóst.  Forsetinn er sameingingartákn þjóðarinnar.  Honum ber að aðstoða stjórnmálamenn við myndun ríkisstjórnar, þurfi þeir á aðstoð hans að halda og hann getur vísað lagasamþykktum Alþingis í dóm þjóðarinnar.  Þá er hann fulltrúi lands og þjóðar gagnvart örðum ríkjum.  En umfram allt er hann valdalaus.

Eins og að framan segir, hefur mönnum verið þetta ljóst allt frá lýðveldisstofnuninni; öllum, nema núverandi forseta.  Honum virðist það ekki ljóst, að embættið, sem hann gegnir er ekki hans, heldur þjóðarinnar.  Það er því hennar að skilgreina verksvið þess, sem embættinu gegnir. 

Frá bernskuárunum man ég eftir sundlaugarverði, sem gekk svo stærilátur á sundlaugarkantinum, að við krakkarnir kölluðum hann Neptúnus.  Honum var í nöp við þetta viðurnefni; vissi sem var, að menn verða ekki sjávarguðir, jafnvel þótt þeir starfi sem sundlaugaverðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband