10.2.2009 | 12:05
Skopstæling um skopstælingu
Bessastaðir
(líkan)
Forseti Íslands
tók munnfylli sína af leir
og horfði fláráðum augum
á krónur og aura:
51 X 19 + 18 : 102
þá útkomu læt ég mig
raunar lítils varða.
Ef kreppan er lóðrétt
hallast krónan til hægri.
Mín hugmynd er sú
að hver hugsun sé annarri lægri.
Forseti Íslands
tók munnfylli sína af leir;
og standmynd af Jóni á stalli
kom til hans og sagði:
Forseti Íslands!
Ekki meir, ekki meir!
***
(Eins og glöggir lesendur sjá, er hér ort út frá ljóði Steins Steinars,
Hallgrímskirkja. Tilefnið ætti að vera augljóst)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heitir ljóðið ekki Húsameistari Ríkissins?
Sverrir Einarsson, 10.2.2009 kl. 18:28
Góður, hvort sem ljóðið heitir Húsameistari ríkisins eða Hallgrímskirkja.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.2.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.