Hörður Torfa. og rauði fáninn

Í morgun var Hörður Torfason mættur við Seðlabankann ásamt fleirum.  Var tilgangur hópsins sá, að koma í veg fyrir að bankastjórar bankans kæmust til vinnu sinnar.  Allt í lagi með það.  Hitt þótt mér lakara, að Hörður veifaði þarna rauðum fána í sovétskum stíl, með stjörnu að hætti Leníns og Stalíns, en í staðinn fyrir hamar og sigð, gaf að líta pönnu og sleif á miðjum fánanum.

Ég hef sjáfur tekið þátt í mótmælaaðgerðum á Austurvelli og taldi þær nauðsynlegar, til að koma fyrri ríkisstjórn í skilning um, að þjóðin æskti fjarveru hennar.  En ég gat ekki betur séð, en fólkið þarna á Austurvelli væri að krefjast frelsis, ekki helsis.  Væri nú ekki ráð, að Hörður Torfason gætti þessa, áður en hann veitir sjálfum sér Lenínorðuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Raudur eda blar............ skiptir thad einhverju mali? Vid gongum inni Evropubandalagid hvort sem vid floggum raudu eda blaau.....

magnus

magnus sigurdarson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Láttu ekki svona, Pétur. Rússar og Kínverjar hafa aldrei haft neinn einkarétt á rauðum lit. Það er til dæmis rautt í íslenskum fána, enskum og amerískum og jólasveinninn er rauðklæddur - nema þessir aulalegu nýmóðins íslensku lopapeysusveinar.

Sverrir Páll Erlendsson, 10.2.2009 kl. 08:11

3 identicon

Rauður er litur byltingar, litur umskipta, litur breytinga.  Ef þú trúir mér ekki, skoðau þá hvernig nasistar notuðu rauðann lit í sínu sulli.  Sem sé, ekkert með hægri eða vinstri, bara umskipti.

Hafið þið lesið um kraftaverkið? Kraftaverk í Kína

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 09:02

4 identicon

Mikið held ég að fólk fari að verða þreytt á þessum endalausu mótmælum . Þau hafa að vísu skilað því að komin er ný stjórn. En mikið óskaplega er það vanhugsað hjá forsetanum að setja upp svona minnihlutastjórn vitandi það að kosningar eru eftir nokkrar vikur og allur tími þingmanna fer í kosningabaráttu og málþóf sem þýðir bara að ekkert gengur að koma áfram bráðnauðsynlegum málum. Nú er búið að setja hluta af búsáhöldunum á Þjóðminjasafnið, en eftir er að tjóðra grjótkastarana svona eins og eina helgi á Lækjartorgi. Í gamla daga voru menn settir í gapastokk á almannafæri öðrum til viðvörunar. Kannski ennþá til í Þjóðminjasafninu. Það er alltaf erfitt að dæma um atburði líðandi stundar,en ég held að í framtíðinni verði það sem er að gerast þessar vikurnar ekki okkur til frægðar.   Ps. Hver borgar lögreglukostnaðinn á þessum "útihátíðum" í Reykjavík?  Ef við á landsbyggðinni ætlum að halda útihátíð þarf að borga stórfé í lögreglukostnað ,stefgjöld, samkomuleyfi og bara nefndu það.

Olgeir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband