Ríkislögreglustjóri á villigötum

Það er nokkuð ógnvænlegt að heyra fréttir af því, að ríkislögreglustjóri hafi haft uppi ráðagerðir um að verða sér úti um brynvarðar lögreglubifreiðir til að berjast við mótmælendur í síðasta mánuði.  Ef af slíkum kúrekaleik hefði orðið, hefði það vafalítið valdið því, að mótmæli, sem í flestum tilfellum voru jafnt mótmælendum sem lögreglunni til sóma, hefðu færst á mun alvarlegra stig, en raun varð á.

Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, mun hafa komið í veg fyrir þessar fyrirætlandir ríkislögreglustjóra.  Sú ákvörðun hans, að hindra framgang áforma ríkislögreglustjóra í þessu máli, var jafn skynsamleg og áform lögrelgustjórans voru heimskuleg.

Ríkislögreglustjóri mætti gjarnan fara að átta sig á því, að orð eru viturlegri baráttutæki en kylfur og brynvarin ökutæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ógnar þér, góði maður, af ökutæki með grjótvörn fyrir rúðum. Ætlað til þess að koma í veg fyrir líkamstjón á lögreglumönnum þegar þeir sæta grjótkasti og aðsúg?

Hvað áttu við með "kúrekaleik"? Ertu ekki að draga einhverjar grunnhyggnar ályktanir af litlu? Hrós á ríkislögreglustjóri skilið fyrir fyrirhyggjuna. Skömm honum fyrir framferði sitt á öldurhúsi forðum daga, sem menn hafa verið að draga fram í dagsljósið undanfarið. En það er fullkominn óþarfi að taka fullkomlega eðlileg orð manna og gerðir í ábyrgðarfullu starfi og snúa því uppá einhverja endemis óra. Bara til að þjóna andspyrnugeði sínu.

Fimmta valdið (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband