Íslendingar öllum fremri

Fremstir förum vér Íslendingar jafnan í hverjum leik, en á okkar hátt og að skilningi okkar einna.  Prófessor Jón Helgason túlkaði þetta vel í ljúfri vísu um þátttöku Íslendinga í Ólympíuleikum, að mig minnir í Berlín 1936.  Vísan er svona:

Undir blaktandi fánum og herlúðrum hvellum og gjöllum
sig hópaði þjóðanna safn,
þangað kom og af Íslandi flokkur af keppendum snjöllum
og fékk á sig töluvert nafn:
í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum
var enginn í heimi þeim jafn.

Labbakútar nokkrir lögðu af stað út í heim fyrir nokkrum árum, þeirra erinda, að leggja hann undir sig.  Og ekki vantaði, að landinn blési í lúðra í takmarkalausri aðdáun á „sínum mönnum".  En nú hefur komið í ljós, að heimurinn var nokkuð stærri en kappar þessir töldu; klofinn er skjöldur og brotið sverð, enda lítt til vopnasmíðinnar vandað.

Vonandi verður þetta til þess, að okkur Íslendingum lærist, að hollara er að rækta eigin garð, en að andskotast með rassaköstum um annarra manna tún.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæll Pétur,   Eins og segir í frægri skýrslu, þá þýðir ekkert að bera okkur saman við aðrar þjóðir "þar sem við erum þeim svo miklu fremri".

And you aint seen nothing yet

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 05:48

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Láttu ekki svona strákur þú veist að þetta er allt "öðrum að kenna" þeir klúðruðu þessu ekki neitt.

Það er líka öðrum að kenna að við setjum alltaf heimsmet "miðað við höfðatölu" það er ekki okkur að kenna að hinir séu svona margir....ekki satt?

Sverrir Einarsson, 5.2.2009 kl. 10:32

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Efa ég mjög, að verkefni þeirra eða ætlan hafi verið að leggja eitt né neitt undir sig, miklu frekar að koma undan því góssi sem éir gætu höndum á komið og stofna til skula við allt og alla en greiða ekki aftur.

Sjá þeir lánuðu erlendum Bröskurum stórfé og lögðu að veði þjóðina.

Item lánuðu þeir Katarískum bröskurum fúlgur fjár, og lögðu auðlindir okkar að veði.

Altso fóru þeir um lönd suður og lánuðu Líbýskum furstum og ungviði Hussens sjóði digra og lögðu að veði heiður þjóðar og rikt.

Heldur þú virkilega, a'ð þessir menn hefðu  ætlað sér heiðarleik og vammleysi??

Miðbæjaríhaldið

efasemdarmaður

Bjarni Kjartansson, 5.2.2009 kl. 13:59

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Helgason og Halldór Laxness voru nú reyndar saman á leikunum í Berlín til að heppa á sína menn. Laxness laug því síðan að okkur að hann hefði skaffað miðana í gegnum gyðing (allaf eru gyðingasamsæri á bak við allt á Íslandi). Laxness og Jóni Helgasyni var boðið. Sjá http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/480256/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.2.2009 kl. 14:39

5 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum
var enginn í heimi þeim jafn
.

 Einu orði ofaukið.....

Gísli Ásgeirsson, 5.2.2009 kl. 21:15

6 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Gísli, bestu þakkir fyrir leiðréttinguna.  Óafakanleg villa af minni hálfu.

Pjetur Hafstein Lárusson, 5.2.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband