Davíð og Golíat á Arnarhóli

Svo var að heyra á formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins í útvarpinu í dag, að hún óttaðist, að fyrirhuguð endurskipulanging Seðlabankans ætti rót sína að reka til haturs á Davíð Oddsyni.  Leist þessari mætu konu illa á, sem von er.  En var ekki eins og greina mætti í orðum hennar ótti við nefndan Davíð?  Ég heyrði ekki betur.  Skyldi þó aldrei vera, að Sjálfstæðisflokkurinn telji sig enn standa í sporum Golíats?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarlegt er að þegar Sjálfstæðismenn tala um hatur og einelti gegn seðlabankastjóra þá tala þeir aldrei um að bróðurpartur þjóðarinnar hefur verið þeirrar skoðunnar í marga mánuði að bæði Davíð og stjórn seðlabankans víki og það án tafar.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband