30.1.2009 | 22:22
Nokkur orð um lítt tilhlýðilega hegðun stjórnmálamanna
Í dag hugðust Samfylkingarmenn og Vinstri grænir opinbera minnihlutastjórn sína, á hverju varð bið, sem kunnugt er. Látum það vera. En heldur þótti mér það lítt við hæfi, að ætla að opinbera dýrðina við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli.
Þar kemur tvennt til. Annað er það, að Jón forseti er eitt af sameiningartáknum þjóðarinnar og því lítt við hæfi, að stjórnmálamenn séu að taka sér stöðu við þann stall, sem honum einum ber. Hins er og að gæta, að fráfarandi ríkisstjórn var í raun afhrópuð, einmitt þarna á Austurvelli. Svo vill til, að annar þeirra flokka, sem að þeirri ríkisstjórn stóð, á aðild að viðræðum um væntanlega minnihlutastjórn. Þeim flokki er hollast að læra, hvað til hans friðar heyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér í þessu. Samfylkingin er að reyna að pota sér í það sæti sem búsáhaldabyltingin hefur búið sér í hjarta þjóðarinnar.
Mér er það alveg ljóst að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking (ýmissa vinstri flokka) bera ÁBYRGÐ á hruni fjárhags landsins. Og ég veit það líka að þessar tíkur geta aldrei hrósað sér af upprisu Íslendinga. Við höfum alltaf risið upp. Og það er ekki vegna stjórnmálamanna, heldur vegna hitans í eldhúsinu, þar sem eldhúsáhöldin eru geymd..!!!!
Sigurður Rúnar Sæmundsson, 31.1.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.