Enga samvinnu við auðmenn, þökk fyrir.

Ekki veit ég, hvort fjölmiðlar hafa það rétt eftir forystumönnum Samfylkingar, að þeir hafi viðrað þá hugmynd í stjórnarmyndunarviðræðum, að þeir auðmenn, sem komu þjóðinni á vonarvöl, skuli leggja hönd á plóginn í væntanlegu viðreisnarstarfi.  En sé svo, er þarft að velta því fyrir sér, hvort Samfylkingarmenn hafi aldrei heyrt minnst á dómstóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég skildi þetta, þá var ætlunin að láta þá borga meira - en má vera að ég hafi misskilið eitthvað...

Skorrdal (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 01:43

2 identicon


Fyrst stjórnarskiptin eru afleiðing grjótkasts, og grjótkastararnir komnir
með þá stjórn sem þeir vildu, liggur þá ekki beint við að nefna nýju
stjórnina Grjótkastarastjórnina?

ásdís (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 02:27

3 identicon

Óreiðumennirnir - "hina siðlausu reköld" eiga að axla ábyrgð á gjörðum sínum, samkvæmt lögum nú þegar. 

Samvinna eða aðkoma uppbyggingar  - neit takk. Það býður einfaldlega upp á áframhaldandi samkrull, einmitt það sem kom öllu á hausinn. En ef fólk áttar sig ekki á því að þá er landið gjaldþrota nú þegar.

Er það nú einföld krafa til nýrrar stjórnar að þeir hafi manndóm í sér til að taka á þessu. Það verður prófið !

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband