Næsti leikur?

Þá hefur fyrsti ráðherrann sagt af sér.  Um er að ræða Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.  Hafi hann þökk fyrir, að taka af skarið.  Áður en hann sagði af sér, vék hann forstjóra Fjármálaeftirlitsins úr starfi.  Hafi hann og þökk fyrir, þótt vissulega hefði hann mátt gera þetta fyrr.  Það verður og að teljast gleðiefni, að stjórn Fjármálaeftirlitsins undir forystu Jóns Sigurðssonar fyrrum ráðherra og Seðlabankastjóra, fauk í leiðinni.  Næst er að hyggja að því, að téður Jón mun vera varaformaður stjórnar Seðlabankans.

Brotthvarf Björgvins úr ríkisstjórn knýr á afsökn stjórnarinnar allrar.  Eins og ég bloggaði um í gær, er utanþingsstjórn eini kosturinn í stöðunni.  Sumir tala um þjóðstjórn.  Ég spyr; þjóðstjórn hverra.  Samfylkingin er í upplausn og Sjálfstæðisflokkurinn einnig, þótt það sé ekki eins áberandi.  Nýr formaður Framsóknarflokksins vill flokkinn ekki í ríkisstjórn, fyrr en hann hefur fengið nýtt umboð þjóðarinnar í kosningum, og er það hyggileg afstaða.  Fylgi Vinstri grænna hefur að sönnu rokið upp í skoðanakönnunum, en þar á bæ, vita menn það mæta vel, að það fylgi skilar sér ekki upp úr kjörkössum.  Menn hafa heldur ekki gleymt aðkomu Steingríms J. Sigfússonar að eftirlaunafrumvarpinu illræmda og snautlegri för hans til fjalla, þegar blaðamenn reyndu að ræða þau mál við hann.  Frjálslyndir eru úr leik.  Það er því ljóst, að þjóðstjórn er útilokuð.  Og það skyldu menn muna, að andastaða fólks beinist ekki aðeins að ríkisstjórninni, heldur að stjórnkerfinu sem slíku.  Flokkarnir mundu nota þjóðstjórn  til þess eins, að fegra eigin ásjónu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Og er þá ekki næsta skref hjá þér Pjetur að raða upp þessari utanþingsstjórn, bara svona gefa hint um hvernig þú myndir vilja að hún væri skipuð.

Sverrir Einarsson, 25.1.2009 kl. 12:47

2 identicon

Er þá bara ekki upplagt að alþingi fá meðferð eins og riðuveiki bú,sem eru gerð fjárlaus í 3 ár,að þeim tíma liðnum,er settur inn alveg nýr og ósýktur stofn,þessi 3 ár má nota til að kenna (þó ekki kennslu á háskóla stigi,,guðsbænum)þjóðinni að velja sér og ráða til starfa ,heilbrigðgt og hæft fólk til að stjórna

Julius kristjansson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband